Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1973, Blaðsíða 43

Freyr - 01.10.1973, Blaðsíða 43
í seinni hluta júlí var hér á ferðinni Norð- maðurinn Jon Stene, en hann er ríkisráðu- nautur í málum, er lúta að tækni í gróður- húsum, en það starf hefur hann haft á hendi um tveggja ára skeið í Noregi. Það var Garðyrkjuskóli ríkisins, sem bauð Jóni hingað, með það í huga, að garðyrkju- bændur, og þá sér í lagi þeir, sem stunda ylrækt, mættu hafa gagn af þekkingu hans á því sérsviði, sem hann starfar á. En hvað tæknimál gróðurhúsa og ræktunar snertir, stöndum við frekar höllum fæti, miðað við hvað annars staðar gerist, þótt nokkuð hafi þokast í rétta átt hin síðari ár. Áður en Jón gerðist tækniráðunautur, gegndi hann starfi um langt skeið sem yl- ræktarráðunautur. Starfssvæði hans náði yfir Norður-Þrændalög og Norður-Noreg, og hafði hann aðsetur við grænmetistil- raunastöð landsins að Kvithamri við Stjör- dal og hefur svo enn. Vegna langrar þjón- ustu sem leiðbeinandi á hinum margvís- legu sviðum ylræktar, býr Jón yfir mikilli þekkingu og reynslu, sem hann miðlaði mönnum óspart af á meðan hann dvaldi hér. í upphafi heimsóknarinnar hér, ferðaðist Jón um helztu gróðrarstöðvasvæði Suður- og Suðvesturlands, og kynnti sér tæknilegt ástand og rekstur stöðva. Síðar brá hann sér einnig norður í land, en alls dvaldi hann hér í hálfan mánuð. Til þess að hafa sem mest gagn af Jóni á meðan á veru hans stóð, var garðyrkju- bændum boðið til fundar á Garðyrkjuskól- anum um helgina 28.—29. júlí. Sá fundur var mjög vel sóttur eða af rösklega 70 manns fyrri daginn og aðeins minni hóp síðari daginn. Þessa tvo daga hvíldi þungi dagskrárinnar á herðum Jóns, en í fleiri stuttum erindum kom hann inn á marg- vísleg tæknileg málefni, er snerta ylrækt, og sýndi fjölda litskuggamynda máli sínu til stuðnings og áherzlu. Af veigameiri at- riðum, sem Jón tók til meðferðar, má nefna: Gróðurhúsabyggingar og þróun yl- ræktar í Noregi, stjórnun á loftun og hita- stillingu, vökvun, úðun, áburðarvökvun og tækjaútbúnaðar til þeirra þarfa, lýsing, skygging og myrkvun, gerð borða fyrir mismunandi sjálfvirkni í vökvun potta- plantna, ýms önnur hjálpartæki og nýj- ungar til hagræðingar vegna ræktunar. Erindum Jóns var mjög vel tekið af fundarmönnum og báru menn fram marg- víslegar fyrirspurnir, sem Jón leysti greið- lega úr. Á fundinum lét Jón í ljós þá skoð- un sína, að hann væri ekki alls kostar hrifinn af þeirri þróun, sem virtist hafa orðið í gerð gróðurhúsa hér á landi hin síðustu ár. Hafa ylræktarbændur snúið sér áberandi mikið að því að klæða gróður- hús plastplötum í stað glers. Kvaðst Jón telja, að í gróðurhúsabyggingum hér væri um afturför að ræða. Virtist greinilegt, að við hefðum að mörgu leyti byggt betri ræktunarhús hér áður; bæru mörg eldri húsin þess vitni að sínum dómi, þótt menn hefðu snúið sér að byggingu stærri húsa hin seinni ár. Inntur eftir því, hvernig þróun þessara mála hefði verið í Noregi, upplýsti Jón, að þar hefði á tímabili verið byggt töluvert af plastplötuklæddum gróðurhúsum, og enn væri nokkuð byggt af þeim, en alla tíð hefðu ræktendur þó litið eingöngu á slík hús sem árstíðabundin ræktunarhús, aðallega ætluð fyrir ræktun frá því að vori og fram á haust, og þá jafnan fyrir verðminni tegundir ræktunarjurta, garð- plöntur o. fl. þessháttar. Þetta gerðu menn enn. Jón kvað Norðmenn leggja afar ríkt f r e r R 469

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.