Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1973, Blaðsíða 12

Freyr - 01.10.1973, Blaðsíða 12
Og nú skal strjúka hrygnuna. kynþroska hrygnu sem minnst þannig að höfuðið hangi niður. Rétt er að geta þess, að það á heldur ekki að halda hrygnu þannig að sporðurinn sé niður og höfuðið upp, því þá er hætta á því að hrognin streymi úr gotraufinni á jörðina, sem er mikil sóun. Gæta skal þess að beita ekki of miklum kröftum við kreistingu. Of mikill þrýstingur getur blóðgað eggjastokkinn og gert hrognin ófrjó. Ef hrygna gefur ekki nema hluta af þeim hrognum, sem í henni eru, skal geyma hana, unz næsta kreisting fer fram. Aldrei skyldi reynt að strjúka hvert einasta hrogn úr hrygnu. Ástæðan fyrir þessu er augljós þeim, sem einhvern tíma hafa kreist, því það er einmitt mest hætta á að brjóta egghýðið á síðustu hundrað hrognunum, sem oft eru vanþroska. Viðloð.un hrogna Nýkreist laxa- og silungahrogn hafa til- hneigingu til að loða saman í vatni. Þannig eru þau unz vatnshörðnun er lokið. Þessi viðloðunartilhneiging orsakast af því, að vatnið er að síast inn í hrognið gegnum smáholur á hrognhýðinu. Þetta veldur sogi í holunum, svo að hlutir, sem snerta hrogn- ið loða við það. Þegar vatnshörðnun er lokið, er komið jafnvægi milli vatnsins fyrir innan og utan egghýðið og þar af leiðandi enginn sogkraftur til staðar, svo hrognin eru ekki lengur viðloðunargjörn. Þurra frjóvgunaraðferðin Algengasta frjóvgunaraðferðin er þurra aðferðin, þótt enn séu allmargir, sem halda sig við vatnsaðferðina. Þurra aðferðin felst í því, að hrognum og svilum er blandað saman í fat, án þess að nokkuð vatn sé í því. Álitið er, að eggmunninn haldist leng- ur opinn með þessari aðferð og frjóvgun verði betri. Svilin lifa aðeins stuttan tíma í vatni og ljóst er að þegar hrognum og svilum hefur verið vandlega blandað sam- an, áður en vatninu er hellt á, eiga svilin auðveldara með að ná til hrognanna. Með þurru aðferðinni er einnig hægt að blanda saman hrognum úr mörgum hrygnum, áður en frjóvgað er, en það er illgerandi með blautu aðferðinni. Frjóvgun Eggmunninn er sá staður á hrogninu, sem sæðisfruma getur komizt inn í það til frjóvgunar. Aðeins ein sæðisfruma kemst inn, síðan lokast eggmunninn. Ef hrognið nær ekki að frjóvgast lokast eggmunninn smám saman í vatninu um leið og vatns- hörðnun á sér stað. Venjulega eru hrognin fyrst kreist í fatið; síðan er svilunum dreift yfir hrognin og hrært gætilega í á eftir með hendinni eða fuglsfjöður. Venju- lega eru notaðir tveir hængar, og er þá sá seinni til vara, ef sá fyrri skyldi vera ó- frjór. Ef hrært er í, áður en svilum úr seinni hængnum er bætt í, má búast við að öll hrognin frjóvgist með svilum úr fyrri hængnum í 99% tilfellum. 438 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.