Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.10.1974, Qupperneq 6

Freyr - 15.10.1974, Qupperneq 6
JÓHANNES EIRÍKSSON: Mjalta- eiginleikar Grein þessi er hluti af erindi, sem flutt var á ráðunauta-ráðstefnu Búnaðarfélags íslands í mars 1972. Ýmsum atriðum, vísindalegs eðlis, er sleppt þar eð eðli þeirra og búningur er naumast eða ekki við hæfi almennra les- enda, þar sem um ræðir formúlur, aðhvörf, fylgni og önnur atriði tilraunastærðfræði- Iegra efna. Ritstj. Almennari vélmjaltir hafa orðið til þess að athyglin hefur beinst í æ ríkari mæli að mjaltaeiginleikum kúnna. Með því er átt við hvernig kýrin er í mjöltun, gerð og lögun júgurs, spenalag og spenasetning. Hver og einn þessara eiginleika skiptir miklu máli, hvernig kýrin aðlagast vél- mjöltun. Breyttir búskaparhættir og aukinn vinnukostnaður hafa aukið á þörf þess að mjaltastarfið gangi vel og sem minnst rösk- un verði á því, er gæti tafið mjaltirnar eða skaðað heilbrigði júgursins. Mjaltavélar og annar tæknibúnaður við mjaltastörf tekur sífelldum breytingum og hefur fleygt fram miklu örar en þeir eiginleikar, er aðlaga kúna betur að vélmjöltun, að ógleymdri þekkingu og þjálfun í notkun mjaltavéla. Mikill árangur hefur náðst í afurðaaukn- ingu með kynbótum og bættri fóðrun, en álíta verður að kynbótastarfið hljóti á kom- andi árum að beinast æ meir að því að bæta mjaltaeiginleikana með tilliti til vél- mjalta. Fastmjólka kýr og kýr með júgur- galla verða sjaldan gamlar því þær eru oftast fjarlægðar úr fjósinu mjög fljótt. Því er mikilvægt að þau naut, sem gera má ráð fyrir að verði notuð mikið að lok- inni aæfkvæmarannsókn, búi ekki yfir erfðagöllum í júgri og spenum, og mjöltun dætranna hafi verið mæld á meðan á af- kvæmarannsókn stóð. Þeir þættir varðandi mjaltaeiginleika, er stefna ber að með kynbótum, eru í stuttu máli þessir: 1. að kýrnar séu auðveldar í mjöltun og júgurkirtlarnir tæmist jafnt við mjaltir, 2. að lögun júgurs og spena hæfi sem best vélmjöltun, 3. að lögun júgurs og spena haldist með aldrinum jafnhliða góðri afurðasemi, 4. að sem minnstar sveiflur séu á mjalta- tíma hverrar kýr svo mjaltastarfið verði skipulagt sem best. Með kynbótum á þessum eiginleikum ber ekki eingöngu stefna að því að stytta mjölt- unartíma kúnna, fremur að mjöltunartím- inn verði sem jafnastur. Lausmjólka kúm hættir frekar við júgurbólgu og að þær leki sig, en hvort tveggja eru alvarlegir gallar. Mestu máli skiptir er að nota ekki þau naut til kynbóta, sem búa yfir þeim eigin- leikum að gefa fastmjólka kýr, slæmt júg- ur- eða spenalag eða of stóra eða illa setta spena. 336 F R E Y R

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.