Freyr

Volume

Freyr - 15.10.1974, Page 15

Freyr - 15.10.1974, Page 15
Búfé og fóður 1971 -1973 Forðagæsla Búnaðarfélags íslands safnar skýrslum forðagæslumanna, en þeir eiga allir að hafa skilað skýrslum fyrir áramót. Skýrslurnar gefa til kynna hver var eftir- tekja liðins sumars af fóðurfeng og svo vissum manneldisjurtum. Ennfremur skrá forðagæslumenn fjölda þess búfjár, sem á fóðrum er, og umræddar skýrslur gefa því til kynna hver þessi fjöldi er um hver ára- mót. Síðan 1966 hefur verið samvinna með Búnaðarfélagi íslands og Hagstofu íslands um notkun og nýtingu forðagæsluskýrsl- anna og Hagstofan birtir tölurnar fyrst í Hagtíðindum og síðan í Búnaðarskýrslum. í opnunni hér á eftir birtir FREYR að venju samrit yfir nefndar tölur frá árinu 1973 og til samanburðar 1972 og 1971. Tölurnar gefa til kynna ,að fjöldi búfjár hefur aukist ár frá ári á umræddu tímabili og gildir það allar tegundir, sem skýrslan greinir. Fjölgunin er ofurlítið misjöfn frá einum landshluta til annars svo sem sund- urgreiningin segir og talar skýru máli. Um fóðurfenginn gildir nokkuð annað, þegar litið er á tölurnar, sem segja til um magnið í rúmmetrum. Á árinu 1973 hefur töðufengur verið nokkru minni en árið áð- ur í vissum héruðum, annarsstaðar álíka, en á vissum stöðum meiri en á fyrra ári. Hinsvegar er það víst, að fóðurgildi töð- unnar var óvenjulega mikið 1973, sem seg- ir okkur aftur, að gildisauðgi töðunnar hafi verið svipaður bæði árin, en líklega þó að- eins meiri 1973 en 1972. Með hliðsjón af efnagreiningum má gera ráð fyrir, að fóð- urgildið hafi numið rúmlega 200 milljón- um F.E. 1973, en líklega rúml. 190 milljónir árið áður. Útheysfengur er orðinn hreinir smámunir eða aðeins brot úr % af öllum fóðurfeng. Kartöfluuppskera var mjög r'ýr, eins og tölurnar sýna og uppskera gulrófna er stöð- ugt lítil. Nánar geta lesendur kynnt sér þessi efni öll í eftirfarandi opnu. fíáðningarstofa landbúnaðaríns er starfrækt á vegum Búnaðarfélags íslands og er opin allt árið. — Dagleg afgreiðsla er virka daga frá kl. 9—12 og 13—17, nema á laugardögum. Hlutverk ráðningarstofunnar er að aðstoða bændur við ráðningu verkafólks, þ. e. unglinga og fullvaxinna manna og kvenna, til hverskonar sveitastarfa. Milligöngu um vistun barna — yngri en 12 ára — getur ráðningarstofan ekki sinnt. Nauðsynlegt er, að bændur í fjarlægum sveitum hafi umboðsmenn í Reykja- vík, er ráðningarstofan getur snúið sér til í sambandi við upplýsingar, sem vinnuveitandi og vinnuþiggjandi gagnkvæmt óska að fá, áður en ráðningar eru bundnar fastmælum. RÁÐNINGARSTOFA LANDBÚNAÐARINS Sími 19200 — Reykjavík F R E Y R 345

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.