Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.01.1975, Qupperneq 16

Freyr - 01.01.1975, Qupperneq 16
Ærnar mega ekki léttast framan af vetri D-fjörefni jók frjósemi og farsœld gemlinga. verið um búskaparlag frá lélegu uppeldi og fóðrun í góða fóðrun, að ærnar svara ekki strax í traustum afurðum. Það tekur ætíð nokkurn tíma að byggja upp fyrir fram- tíðina. Og verið ekki hræddir, bændur góð- ir, að breyta til um búskaparlag. Þótt þið segið eins og nágranninn, að þið hafið ekkert fengið út úr breytingunni, þá er það, sem kemur og koma skal. Ég vil hér vekja athygli á grein í 17.—18. hefti Freys 1958, um tilraun með D-fjör- efnisgjöf (Calciferol) handa gemlingum, sem gerð var á Hólum í Hjaltadal veturinn 1956—’57. Gemlingarnir voru léttfóðraðir og þyngdust of lítið yfir veturinn. Þeir lembdu, ósprautaðir, þyngdust um 5,7 kg, þeir sprautuðu 6,5 til aprílloka. Vitamín- olían var gefin í tveimur innspýtingum þann 12. desember, rétt fyrir fengitíð, og aftur 16. mars, 200.000 einingar eða 2 ml Calciferol hverju sinni. Niðurstaða tilraun- arinnar varð sú, að sprautuðu gemlingarnir festu betur fang, urðu farsælli mæður að vori, gáfu vænni dilka að hausti, 2 kg meira kjöt í hrútlambi, sem voru 5 og 5 og 400 g meira í gimbrarlambi, sem var eitt í saman- burðarflokki á móti 4 í vitamínflokki, hærri kjötprósentu og' þær lembdu þyngd- ust 1,6 kg meira frá hausti til hausts. Hins vegar var enginn sjáanlegur munur hjá lamblausu gemsunum. Taða á Hólum var stórgerð og að líkindum ekki mjög góð þennan vetur, þótt súgþurrkuð væri, eftir slæmt heyskaparsumar 1956, og lítið kjarn- fóður var gefið um veturinn. Ástæða væri til að endurtaka þessa tilraun við breyttar aðstæður og athuga þá, hversu skal haga fjörefnagjöf með innspýtingu undir húð eða í vöðva, hversu oft, hve mikið og á hvaða tíma. Eins hvort D-fjörefnagjöf gefi svörun við eldisfóðrun. En eitthvað lúrir með mér um, að D-fjörefnagjöf sé þarfleg lembdum gemlingum. Þó að beitarrölt að vetri og vori sé ekki talið auka arðsemi fjárbúa við nútíma bú- skaparlag, er nauðsynlegt, að góð loftræst- ing sé í húsunum. Húsin eiga að vera þurr og án súgs. Og áreiðanlega er gott að viðra ærnar úti, þegar veður gefur. En þess verð- ur að gæta, að þær haldi sig á takmörkuðu svæði og eyði ekki orku í óþarfa ráp og rennirí og beitardraumsjón er alls ekki um að ræða. í búnaðarþætti vorið 1970, sauðburðar- rabbi 1971 og í búnaðarþætti á sauðburði 1973, drap ég á nokkur atriði, sem rétt er 8 F R E Y R

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.