Freyr

Volume

Freyr - 01.01.1975, Page 22

Freyr - 01.01.1975, Page 22
að vetrarlagi en á sumrin. Ein veðurstöð, Stórhöfði í Vestmannaeyjum, sker sig þó úr með meðaltöl u. þ. b. 16 hnúta (8 m/sek) á sumrin og upp í um 26 hnúta (13 m/sek) að vetrarlagi. Veldur þar miklu staðsetning stöðvarinnar á höfðanum og hæð hennar yfir sjávarmáli (120 m). Að nokkru marki eru þó þessar háu tölur raunhæfar, þar eð fullvíst má telja, að við suðurströndina, og þá ekki sízt í grennd við Vestmannaeyjar, sé vindhraði hvað mestur hérlendis. Sé litið til annarra lanashluta virðist meðal- vindhraði við strendur heldur meiri á Vest- urlandi en á Norður- og Austurlandi. í innsveitum eru meðaltöl allnokkru lægri en við strendurnar, mánaðarmeðaltöl oft á bilinu 6—8 hnútar (3—4 m/sek). Á hálend- inu er þó vindasamt, eins og við strend- urnar. Oft beinist athygli manna einkum að tíðni storma og þeim hámarksvindhraða, sem vænta má. Stormar (9 vindstig eða meira) eru almennt tíðastir við strendur landsins, og má þar víða reikna með 10— 20 stormdögum á ári, en færri í innsveitum. Á Stórhöfða er talan þó miklu hærri og varla raunhæf, nema á staðnum sjálfum. Einnig má gera ráð fyrir talsvert fleiri stormdögum á hálendinu. Hæstu einstök gildi 10 mínútna meðal- vindhraða, sem vitað er að mælzt hafi munu vera sem hér segir. Á Stórhöfða voru talin 17 vindstig (109—118 hnútar eða 56.1—60.7 m/sek) í janúar 1949, og var það á þeim tíma, sem notuð var framlenging Beaufort vindstigans upp í 17 vindstig. Ekki mun hafa verið vindmælir á stöðinni, er þetta gerðist. Á sama stað mældust 108 hnútar (55.6 m/sek) í október 1963 og 100 hnútar (51.5 m/sek) í janúar 1957. Á Höfn í Hornafirði mældust í aprílbyrjun 1968 95 og 96 hnútar (48.9 og 49.4 m/sek), en ekki er útilokað, að um styttri mælitíma en 10 mínútur hafi verið að ræða. Á Dalatanga mældust í október 1963 80 hnútar (41.2 m/sek) og á Akureyri 71 hnútur (36.6 m/ sek) í febrúar 1967. Mesti 10 mínútna vindhraði, sem mælzt hefur í Reykjavík er 72 hnútar (37.1 m/ sek) í október 1948 og einnig í september 1973, þegar fellibylurinn Ellen gekk yfir og olli víða skemmdum á vesturhluta lands- ins. Einu sinni hefur mælzt 71 hnútur (36.6 m/sek) og tvisvar 70 hnútar (36.0 m/ sek). I miklum vindi eru það ekki sízt snarpar vindhviður, sem valda skaða. Er hraðinn í hviðum jafnan talsvert meiri en 10 mínútna meðalvindurinn, oft um 25% meiri, en við sérstakar aðstæður jafnvel 50—100% hvassari. Þekkja áreiðanlega margir dæmi um staði, sem viðsjárverðir eru vegna sterkra vindhviða. Eru slíkir staðir ekki sízt nálægt fjöllum, þar sem svo háttar til, að landslagið magnar vindinn. Reglubundnar mælingar á vindhviðum eru af skornum skammti hérlendis. í Reykjavík hafa slíkar mælingar verið gerð- ar öðru hverju frá 1942 og um nokkurt árabil einnig á Keflavíkurflugvelli. Nú síðustu árin hafa síritandi hviðumælar ver- ið starfræktir á Hveravöllum og á Stór- höfða. Auk þess voru gerðar mælingar um eins árs skeið á Hjarðarnesi í Hvalfirði. Af þessu má sjá, að mælistaðir til vindhviðu- mælinga eru yfirleitt ekki valdir sérstak- lega, og augljóst, að lítið er hægt að full- yrða um mestu vindhviður á þeim stöðum, sem menn af reynslu vita versta að þessu leyti. Með nýjum mælistöðum og lengra mælitímabili má því vænta, að fregnir berist af nýjum, háum gildum fyrir mestu vindhviður, en fram til þessa eru hæstu skráð gildi sem hér segir: 109 hnútar (56.1 m/sek) í Reykjavík í janúar 1942 og 108 hnútar (55.6 m/sek) sömuleiðis í Reykjavík í september 1973. Allmörg gildi frá Stór- höfða og Hjarðarnesi eru svo á bilinu 100 —107 hnútar, en á þeim stöðum er sem fyrr segir um stutt mælitímabil að ræða. Mikil þörf er á að gefa mælingum á mestu vind- hviðum betri gaum, ekki sízt vegna hönn- unar mannvirkja, sem þurfa að standast mikið vindálag. 14 F R E Y R

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.