Freyr

Volume

Freyr - 01.02.1976, Page 7

Freyr - 01.02.1976, Page 7
GUÐMUNDUR JÓSAFATSSON frá Brandsstöðum: Það mun álit furðumargra, sem áttu því að fagna að heimsækja Vestur-íslendinga sl. sumar, að sú för gangi ævintýri næst. Það að mæta rammíslenskum íslendingi, hvar sem við komum, mætti gjarnan verða til þess, að við lítum í vorn eigin barm, hversu vér höfum gætt vorra erfða, sem alltaf höfum heima setið. Vaka margra þeirra, sem oss mættu, yfir íslenskum erfðum, hefur lengi verið þeim, er eftir sátu, jafnt undrunar- og aðdáunarefni, svo óvíst er, hvort þar vegur þyngra. „Litla Jörp með lipran lót” Eitt furðulegasta dæmi þessa, sem mér mætti, er tengt einum degi, sem við vorum í Alberta. Þann dag buðu íslensk heimili þeim, er í bændaförinni voru, að ferðast um Markerville og nágrenni þess. Allur hópurinn var fluttur frá Olds, þar sem okk- ur var búin gisting, að útivistarsvæði einu skammt frá heimili Stephans G. Stephans- sonar. Þar voru fyrir bændur og húsfreyjur nágrennisins, öll af íslensku bergi brotin og öll í sínum bifreiðum. Þessar 150 hræður hér að heiman voru bókstaflega gleyptar með húð og hári og það á svo skammri stund, að furðu vakti. Systkin tvö tóku átta og var ég einn þeirra. Systirin heitir Laila Pickeding. Er bóndi hennar enskra ætta. Bróðirinn heitir Frank og er nú búsettur í Innisfail. Hann virtist kominn talsvert á sjötugsaldur og þó hvatlegur í spori, rösk- lega meðalmaður á hæð, þrekvaxinn og líklegur til afls og áræðis, ef á það hefði reynt, yfirlætislaus, prúðmannlegur og all- vel talandi íslensku, en mun lítið hafa rækt hana, eftir að föðurhúsum sleppti. Hann var kvæntur konu af enskum ættum og mun enska hafa ríkt á heimili hans. Hann hafði alltaf forustu, meðan ekið var. En þegar á áfangastað kom, virtist systir hans eiga mun meiri hlut í völdunum. Fékk ég þá hugmynd, að hún hefði að talsverðu leyti skipulagt ferðina, enda virtist svo, að henni væri tekið sem heimilisvini, hvar sem hún kvaddi dyra. Öll virtist ferðin þrauthugsuð, viðtökur allar og fyrir- greiðsla slík, að á betra verður trauðla kosið. Við nutum hressingar á þrem heimilum. Var boðið að svo reiddum risnuborðum, að unaður var yfir að líta, en sem hvergi brást, þegar að var sest. Á þeim heimilum réðu íslendingar ríkjum og þó ekki nema að hálfu hjá fararstjóranum okkar eins og áður er sagt. En þar neyttum við hádegis- verðar, sem af öllu því bar, er mætti okkur af því tagi þennan dag. Er þá langt til jafnað. Sýnt var, að ferðalag okkar var þraut- hugsað, ekki aðeins í viðtökum og veislu- föngum heldur engu síður í því að sýna okkur fjölbreytni í búskap þeirra þar í Frásögn úr Kanadaför F R E Y R 35

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.