Freyr - 01.02.1976, Side 27
Ef útihús eru endurbætt verulega, má
fyrna þá upphæð. Fyrningatími útihúsa
hefst, þegar byggingin er tekin í notkun.
Fyrna má á tíu árum heimtaugagjald vegna
rafmagns og stofngjald (kostnað) vegna
vatnsveitu í eldri byggingar.
c) Vélar og tæki.
Algengast mun vera að fyrna vélar um 10%
eða á tíu árum. Þó má fyrna flestar land-
búnaðarvélar um 15% (á ca. 7 árum). Ef
eign gengur fyrr úr sér og er fleygt eða
eyðilegst, áður en hún er að fullu fyrnd,
má fyrna hana að fuliu.
Ágóði af sölu.
(Mismunur á söluverði og bókfærðu verði).
1. Ágóði af sölu lausafjár, sem ekki er
heimilt að fyrna (t.d. einkabifreið ekki
notaðri við atvinnurekstur), er skatt-
skyldur að fullu á söluári, ef eignin er
seid innan tveggja ára frá kaupdegi,
annars ekki.
2. Ágóði af sölu fyrnanlegs lausafjár, t.d.
véla, er skattskyldur að fullu, ef eignin
er seld innan tveggja ára frá kaupdegi,
en helmingur ágóðans er skattskyldur,
ef eignin er seld innan fjögurra ára, en
fellur niður, ef skattþegn hefur átt eign-
ina í full fjögur ár.
3. Ágóði af sölu fasteigna er skattskyldur
á söluári, ef eignin er seld innan 3 ára
frá kaupdegi, en skattskyldur hluti sölu-
hagnaðar minnkar síðan árlega (75%,
50% og 25%) en fellur niður, ef skatt-
þegn hefur átt eignina full sex ár eða
lengur. Aðrar reglur gilda um íbúðarhús.
Hafa skal í huga, að skattskyldan á-
góða af sölu véla má fella niður með
því að fyrna aðrar vélar um sömu upp-
hæð og skattskyldur söluhagnaður segir
til um. Einnig má fresta skattlagningu
skattskylds hluta söluhagnaðar um
tvenn áramót, afli framteljandi sér eigna
innan þess tíma og fyrni þá keypta eign
um þá upphæð.
Tap vegna sölu eigna má einnig draga
frá söluhagnaði.
Tap á útistandandi skuldum má færa
til frádráttar enda stafi skuldin beinlínis
af atvinnurekstri og vitanlegt, að hún sé
töpuð.
Skattskyldar eignir.
a. Fasteignir, mannvirki, lóðir, lendur og
bújarðir skal telja til eignar á gildandi
fasteignamatsverði eða áætluðu verði, ef
fasteignamat er ekki fyrir hendi.
b. Búpening skal telja eftir skattmati.
c. Vélar og tæki ber að telja samkvæmt
fyrningaskýrslu. Þær skulu taldar til
eigna á bókfærðu verði.
Sjá nánar í leiðbeiningum ríkisskatt-
stjóra.
Undanþegnar framtalsskyldu og eigna-
skatti eru innistæður í bönkum og lögleg-
um innlánsdeildum félaga svo sem hér
segir:
A. Innistæður skattgreiðanda, sem ekkert
skuldar.
B. innistæður manns, sem ekki skuldar
meira fé en jafngildir hámarkslánum
Húsnæðismálastjórnar ríkisins til ein-
staklinga um hver áramót, enda séu
skuldir þessar fasteignaveðlán, tekin til
10 ára eða lengri tíma og sannanlega
notuð til að afla fasteigna eða endurbæta
þær. Hámarkslán Húsnæðismálastjórnar
var 1.700 þúsund kr. um síðustu áramót.
Undanþegnir tekjuskatti eru vextir af
eignaskattfrjálsum innistæðum.
Áður en eignaskattur er lagður á eign,
skal draga frá skuldir skattþegns.
Að lokum skal þess getið, að þessar leið-
beiningar eru ekki tæmandi og ekki er úti-
lokað, að ég hafi misskilið lögin eða tjáð
mig illa í þessum skrifum.
Það tekur mikinn tíma að lesa og skilja
skattalög en það er von mín, að þetta verði
einhverjum að gagni.
FREYR
55