Freyr - 15.05.1977, Blaðsíða 9
ÓTTAR GEIRSSON:
Fræ á markaði í vor
Flestum, sem við einhvers konar jarðyrkju fást, mun vera Ijóst, að
af hverri nytjaplöntu eru til margs konar stofnar eða afbrigði.
Yfirleitt er það svo, að eftir því sem tegundin hefur lengur verið
ræktuð. því fleiri stofnar eru til af henni. Stofnarnir hafa til að bera
ýmsa eiginleika, sem eftirsóttir eru, en það getur verið misjafnt,
eftir hverju er sóst. Sums staðar þurfa stofnarnir að hafa til að
bera ónæmi gegn ákveðnum sjúkdómum, annars staðar þurfa þeir að
þola vel kulda, á þriðja staðnum er aðalatriði, að þeir þoli þurrka
o.s.frv. Hér á landi er sóst eftir endingargóðum og uppskerumiklum
stofnum til túnræktar. Stofnar, sem nota skal til grænfóðurræktar,
verða að vera fljótvaxnir, svo að einhver uppskera fáist af þeim á
hinum stutta vaxtartíma, sem íslensk veðrátta leyfir.
Frærækt hefur enn ekki komist á hér á ís-
landi, og þess vegna verðum við að flytja
allt sáðfræ inn frá öðrum löndum. Prófun
stofna hefur verið gildur þáttur í starfsemi
tilraunastöðvanna í jarðrækt. Nú er vitað
um góða stofna af helstu gras- og græn-
fóðurtegundum, sem ræktaðar eru hér á
landi. Hins vegar vill stundum fara svo, að
erfitt reynist að fá fræ af þeim stofnum,
sem hér reynast best. Þeir stofnar, sem
eftirsóttastir eru hér, henta bændum í öðr-
um löndum ef til vill síður en aðrir, og þá
hafa fræræktendur lítinn áhuga á að rækta
fræ af stofninum vegna lítillar sölu en ís-
lenski markaðurinn er ósköp lítill í augum
útlendinga.
í vetur hafa fræinnflytjendur, íslenskir,
átt í miklum erfiðleikum með að fá þá
stofna, sem þeir hafa sóst eftir. Það er
vegna hinna óvenjumiklu þurrka, sem herj-
uðu á Evrópu vestanverða sl. sumar.
Þurrkarnir ollu uppskerubresti á fræökrum,
svo að fræ hefur verið af skornum skammti
á markaði í Norður- og Vestur-Evrópu, en
þaðan eru þeir stofnar, sem best reynast
hér. Af þessum sökum hefur orðið að flytja
inn stofna, sem ekki hafa verið reyndir hér
á landi eða hafa ekki reynst í fremstu röð
þeirra, sem reyndir hafa verið.
í eftirfarandi yfirliti verður stofnum, sem
eru á markaði í vor, skipt í þrjá flokka. í
fyrsta flokknum, úrvalsstofnar, verða stofn-
F R E Y R
329