Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1977, Síða 15

Freyr - 15.05.1977, Síða 15
kæling niður fyrir 4°C að nást á innan við 3 klst. Það er komið undir mjólkurmagni, hvers konar tankur hæfir í hverju einstöku tilfelli, einnig tíðni mjólkurferða og jafnvel vega- sambandi býlisins. Ef heimreið er erfið um- ferðar og ekki unnt að leggja öruggan vetrarveg heim á bæinn, getur komið til álita að kaupa mjólkurtank á hjólum eða tank, sem unnt er að flytja á þrítengibeisli dráttarvélar t.d. Hægt er að fá 150 og 200 lítra mjólkurtanka á góðum hjólum. Mjólkursamlagið og bóndinn þurfa að hafa gott samstarf við val á mjólkurtank. Úr mjólkurtanknum er mjólkinni dælt í tankbíl, og er bílstjóri hans því móttakandi mjólkurinnar. Hann mælir magnið, sem tek- ið er, tekur sýni til fituákvörðunar og flokk- unar. Mjólkurmagnið er annað hvort mælt með mælistiku, sem er í mjólkurtanknum eða með rennslismæli, sem er á tankbíln- um. a. Taka mjólkursýna. Á tankbílnum er sérstakur skápur til að geyma í mjólkursýni, þar til komið er til mjólkurbúsins. Eftir síðustu mjaltir fyrir tæmingu mjólk- urtanksins skal ganga úr skugga um, að hann sé stilltur á sjálfvirka hræringu (AUT.R.). Með því er tryggt, að sýnið gefi rétta mynd af samsetningu og gæðum mjólkurinnar. b. Þvotturinn. Eftir að mjólkurtankurinn hefur verið tæmd- ur, þarf að skola strax allar mjólkurleifar vandlega úr honum, til þess að þær nái ekki að þorna og festast í tanknum. Best er, að bílstjórinn geri þetta undir eins og hann hefur tæmt tankinn, því ekki er víst, að bóndinn sé ætíð heima, þegar mjólkin er tekin. Það þarf því að vera vatnskrani með slöngu og dreifistút stutt frá tanknum. Eftir að tankurinn hefur verið skolaður, þarf að þvo hann, og er það verk ýmist unnið með höndum, eða þvottavélar eru notaðar. Gæta verður þess vel, að þvottavatnið sé ekki mjög heitt, því slíkt getur valdið þenslu í tanknum og leitt til skemmda á honum. c. Viðgerðaþjónustan. Ef gera þarf við tankinn eða rafbúnað hans, skal einungis kveðja til þeirra starfa sér- þjálfaða menn, sem fyrirtæki það, sem tankinn hefur selt, viðurkennir. 2. Skipulagning mjólkurhússins. Leiðbeiningar um skipulag og innréttingu í mjólkurhúsi, þar sem nota skal mjólkurtank. a. Staðsetning. Mjólkurhúsinu verður að vera þannig fyrir komið, að unnt sé að aka mjólkurbílnum alveg að dyrum þess og bílstjórinn á ekki að ganga gegnum fjósið, þegar hann tekur mjólkina. Forðast skal af skiljanlegum ástæðum að byggja mjólkurhúsið sólarmegin við fjósið, og best er að hafa það norðan við fjósið, ef unnt er. Tankbíl! verður að geta komist það ná- lægt mjólkurhúsinu, að ekki séu meira en 5 metrar frá bíl í tank. b. StærS mjólkurhússins. Við byggingu mjólkurhúss, þar sem tankur skal vera, þarf að gera ráð fyrir nægjanlegu gólfrými, svo að þvotta- og hreingerninga- starf verði auðvelt. Allt í kringum mjólkur- tankinn skal minnst vera 0.5 metra breiður gangur. Reikna má með eftirfarandi gólffleti sem lágmarki. Tafla I. Stærð mjólkurtanks StærS mjólkurhúss 400 lítrar 2.50X3.00 m 600 — 3.00X3.00 m 900 — 3.00X3.50 m 1250 — 3.25X4.00 m 1800 — 3.25X4.50 m 2500 — 3.25X5.00 m F R E Y R 335

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.