Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1977, Blaðsíða 22

Freyr - 15.05.1977, Blaðsíða 22
Hreiða sig blikinn og æðurinn fer“ þegar ungar hafa komið úr eggjum, eru blikarnir fjarri og koma yfirleitt hvergi nærri á uppvaxtarskeiði unganna. Það er ekki sjaldgæft, að ungar kollur, sem enn eru ekki kynþroska, seilist eftir að gæta unga og fá þá oft sér til fylgdar. Eins kemur það oft fyrir, að kolla hefur heilan hóp unga úr tveim hreiðrum í forsjá. Við eðlileg næringarskilyrði eru ungarnir bráðþroska, og talið er, að þeir verði fleygir á aldrinum 11—12 vikna. Geldfuglinn, sem einatt er á sundi á stöðvum æðarfugls um varptímann, er yfirleitt ungfugl, sem enn er ekki kynþroska, en það verður hann ekki fyrr en á þriðja aldursári. Hér á landi verpa 2 afbrigði æðarfugls, okkar íslenski (mollissima) og Svalbarðs- æðurinn (mollissima borealis). Erlendar rannsóknir hafa sýnt, að æðar- fugl getur náð allt að 10 ára aldri, en hitt mun sennilega algengast, að hann verði 6—8 ára. Hvort hann er yfirleitt frjór fram á elliár, er ekki öruggt, en mun þó langoft- ast svo vera. Stærð æðarstofnins hér við land hefur verið breytileg eftir árferði og svo hve óvinir hans eru ágengir. Hér hefur refurinn frá alda öðli verið ágengur í vörpum, á okkar tímum minkur og svo mávar, einkum svartbakur, sem hremmir og gleypir mergð unga. Þar að auki veiða örn og fálki sjálfsagt eitthvað af æðarfugli en ekki líklegt, að mikið kveði að því. Æðarkóngur. (Somateria spectabilis). Æðarkóngurinn er sérstök tegund æðar- fugls, ofurlítið minni en venjulegur æðar- fugl, eða 58 sm að lengd. Auðveldast er að þekkja kollurnar að á því, að höfuðið er meira bogadregið á æðarkóngskollunni, og auk fjölbreytni í lit blikans er nefið stutt og heilmikill hnúður við nefrótina. Þá er greini- legur munur á fiðurþakningu á hausnum þannig, að á venjulegum æðarfugli er höf- uðið fiðurklætt alveg fram að nasaholum en á æðarkóngi ekki svo langt fram. í fjarlægð er litarmunur blikanna tals- verður að sjá, því að æðarkóngurinn er framan af árinu allur Ijósari að framanverðu, en afturbolur dökkur, fremur en gerist á venjulegum æðarfugli. Höfuðið er stórt á stuttum hálsi og ennis- hnúður rauðgulur með svartri fiðurrönd umhverfis. Nefið er rauðgult, hvirfill og hnakki blágrár en Ijósgrænir flekkir í vöng- um. Þegar blikinn er á flugi, má sjá hvítan flöt á vængjum og allstóra, hvíta fleti báðum megin við stélið. Litur kollunnar er rauð- brúnni en venjulegrar æðarkollu. Fætur blikans eru gulir en kollunnar gulbrúnir. Á fyrsta ári er vandséð, um hvaða tegund 342 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.