Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.05.1977, Qupperneq 24

Freyr - 15.05.1977, Qupperneq 24
á hreiður við fjöru eða safnar þangi og þara um eggin, en algengast er, að hreiðrin séu í lægðum milli þúfna í mýri. Dúnninn er dekkri en venjulegs æðar- fugls. Jafnan eru 4—6 egg í hreiðri. Kollan er ein um útungunina. Fæða æðarkóngs er hin sama og æðarfugls. Þeir fuglar, sem eru hér við land, koma vafalaust frá Græn- landi eða öðrum norðlægum slóðum, aðal- lega blikar, sem stundum frjóvga æðarkoll- ur, en óvíst er, hvort þau afkvæmi eru frjó eða ekki. Gleraugnaæðarfugl. (Somateria fischeri). Þess er getið í því atriði greinar þessarar, sem greinir frá útbreiðslu æðarfugls, að hann sé við strendur Síberíu. Þar um ræðir sérstaklega þá tegund, sem nefnd er gler- augnaæðarfugl. Nafnið stafar af því, að lit- arhátturinn umhverfis augun gerir það að verkum, að því er líkt sem hann hafi gler- augu. Tegund þessi kvað vera útbreidd við allar strendur Síberíu og þó sérstaklega við Beringssund. Hann fer mjög lítið vestur á bóginn og er t.d. sagður aðeins tvisvar hafa sést í Noregi, í annað skiptið vafalaust á villistigum, fund- inn örþreyttur langt inni í landi. Gleraugnaæður er á stærð við æðarfugl- inn okkar. Lifnaðarhættir hennar lítt eða ekki frábrugðnir hinnar venjulegu. Þó virð- ist frjósemin e.t.v. eitthvað meiri, því að jafnan munu egg í hreiðri kollunnar vera 5—9. En vera má, að afföll séu meiri í þeim stofni en gerist í hinum íslenska. Eftirskrift. Um nytjar af æðarfugli og hvernig með þær er farið til þess að gera þær að góðri söluvöru, skal ekki farið neinum orðum um í þessu sambandi, en það er raunar ekki ómerkur þáttur. Hér er aðeins sýnd viðleitni til að gera almenningi Ijóst, að hér um ræðir lífveru í ríki náttúrunnar, sem allir mega gjarnan kynnast og orðið getur miklu fleiri aðilum til nytja en nú er, og þar að auki ber okkur skylda til að varðveita þennan þátt í náttúr- unnar ríki og vernda hann gegn allri vá eftir bestu getu. Alfriðun æðarfuglsins er hér að nafninu til. Svo er sagt héðan og þaðan, að einhverjir gæði sér á kjöti hans og hafi þar heitið ,,pokaönd“ að yfirvarpi. Hvað sem því líður, þá er víst, að of mikið af æðarfugli ferst í netum þeim, sem lögð eru á grunnsævi til hrognkelsaveiða. Leiöari ... Framh. af bls. 328. fyrir kostnað við skjólbelti. En þýðing skjóls er einnig mikil fyrir búpening og eru skjólbelti í beitilandi því einnig mjög gagnleg. Þó að skjólbelti séu nokkuð fyrirhafnarsöm og kosti allmikið á meðan verið er að koma þeim upp, eru þau varanleg jarðabót, sem skilar því meiru sem legra líður. Ræktun skjólþelta ætti að vera sjálfsögð við alla garðrækt og ætti að taka upp styrk til þeirra, sem annarra jarðabóta samkvæmt jarðrækt- arlögum. Að framansögðu ætti að vera Ijóst, að skógrækt og annar búskapur í landinu eiga samleið. Aukin skógrækt, hvort sem er á vegum ríkis, félaga eða bænda, mundi bæta hag sveitanna og einstakir bændur mundu bæta jarðir sínar, sinn hag og hag eftir- komenda sinna á þeim, með því að friða og rækta skóg, þar sem vel liggur við. Þetta á ekki aðeins við á þeim svæðum, þar sem viðarframleiðsla þykir nú hugsan- leg, heldur miklu víðar. Það má mjög víða bæta land, með því að rækta eða hlúa að birki og aðrar trjátegundir geta átt við, þó ekki séu fallnar til viðarframleiðslu. 344 F R E Y R

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.