Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1977, Síða 25

Freyr - 15.05.1977, Síða 25
ÁRNI G. PÉTURSSON, æðarræktarráðunautur: í varplandi að vori Nú ætti að fara að huga að varplöndum og búa í haginn fyrir varptímann. Fuglinn verpir að vísu að jafnaði nokkru fyrr sunnan lands en norðan en hagar sér þó nokkuð eftir því, hversu vorar. Undirbúningur varplands. Nauðsynlegt er að hafa lokið að mestu undirbúningi, tiltekt og skreytingu varp- lands, áður en fugl fer að setjast að ráði. Hreinsa þarf grjót og þyngri aðskotahluti úr gömlum hreiðrum, og fjarlægja ýmis óhreinindi, sem ekki eru talin heppileg til hreiðurgerðar. Koma upp nýjum hreiður- stæðum, hlaða skjólgarða og búa yfirleitt þannig í haginn, að ungfuglinn laðist að og hafi möguleika á varpsetu. Þar sem svo hagar til, að takmarkað efni er til hreiður- gerðar í varplöndum, verður að flytja að efni, svo sem torfusnepla, mosa, hjólbarða, moð, rekjur o. fl., sem hægt er að nota til hreiðurgerðar. Fuglinn fer snemma að forvitnast um varplöndin á vorin og verður glaður, þegar hann sér, að verið er að búa þar í haginn. Mér er í barnsminni, hversu glaðlegt úið var í æðarfuglinum, þegar verið er að hræða upp1) og taka til í varpinu heima á vorin. Sumir álíta, að fuglinn sé glysgjarn og tónelskur og laðist að sterkum litum og hljómlist. Því eru víða sett upp flögg, þvottasnúrur, málaðar krossfjalir og fleira í sterkum litum, einnig bjöllur, rellur og !) Á Melrakkasléttu var rifið hrís og bundið í knippi á staura í varplöndum á vorin. Var það kallað að hræða upp. En staurar, sem látnir voru standa uppi í varplöndum árið um kring. voru kallaðir hræður. annað, er gefur frá sér sveiflur eða hljóð. Ég álít, að æðarfuglinn sé listelskur. I hreiðurkörfu hans má oft finna fágæta að- skotahluti. Hins vegar er engin sönnun fyrir því, að fuglinn laðist að varplöndum fyrir flögg, skraut og rellur. En áreiðanlegt er, að æðarfuglinn er mjög félagslynd vera og svo tamur og elskur að manninum, að ein- stakt er um villta fuglategund. En að jafn- aði fer saman skrautlegt varpland og varp- menning. Því er ekki hægt að kveða á um að óreyndu, hvort það er skrautið eða varp- menningin, sem laðar fuglinn fyrst og fremst að, en ég vil trúa, að varpmenning verði þar þyngri á metunum, er fram í sækir. Skrautlegt varp vekur að sjálfsögðu eftir- tekt og laðar ungfugl að, en varpmenning verður að vera, svo fuglinn dvelji þar til frambúðar. Þegar tiltekt er lokið í varpinu, ættum við að gefa fuglinum næði um sinn til að búa um sig. Vargur í varpi. Svartbakur og annar flugvargur, svo ekki sé talað um minka og tófur, er versti óvinur æðarvarpsstöðva. Varpbændur þurfa að leggja sig fram um að útrýma þeim ófögn- uði eftir öllum tiltækum leiðum. Sumir svartbakar sérhæfa sig í æðarungaáti og er brýn nauðsyn að tortíma þeim þrælum með F R E Y R 345

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.