Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.05.1977, Qupperneq 26

Freyr - 15.05.1977, Qupperneq 26
Hvað ungur nemur gamall temur. Hér eru nafnarnir Árni P. og dóttursonur hans, Ágúst Árni, að hyggja að æðarhreiðri í landi Oddstaða á Melrakkasléttu. Áhugi snáðans leynir sér ekki. skotum. Tjón það, sem svartbakur og annar flugvargur vinnur á æðarstofninum árlega, er svo gífurlegt, að til stórvandræða horfir. Vonandi mun hið opinbera grípa til rót- tækra aðgerða gegn þeim vágesti, áður en langt um líður, því það er ekki einungis æðurin, sem verður fyrir ásókn svartbaks, heldur og allt mófuglalíf, fiskirækt í ám og vötnum, og stórfelld mengun er frá svart- bak í vatnsbólum þéttbýlis og fiskvinnslu- stöðva. Æðurin finnur öryggi og traust í nærveru mannsins um varptímann, þar sem varpmenning er til staðar. Og eins og annar búpeningur þekkir hún hirðinn og er spök á eggjum sínum, þegar kunnugir ganga um varplandið eftir settum reglum. Hins vegar verður henni um, ef ókunnugir koma í varpið og bera sig óvenjulega til. Þessi viðbrögð eru öllum kunn úr fjósi, fjárhúsi og hesthúsi. Ef ókunna ber að garði, getur allt farið á annan endann vegna óróleika búfénaðarins, sem í engu bifast, ef kunnugur fer um garða. Umhirða varpsins. Um varptímann er sjálfsagt að ganga varp reglulega en af sama fólki og eftir ákveðn- um leiðum, svo það valdi sem minnstu ónæði Það eykur fuglinum öryggi, og ég er sannfærður um, að æðurin hefur ánægju af að dútlað sé í kringum hana, ef hún er ekki rænd. Hlúa þarf að hreiðrum, fjar- lægja löskuð og ófrjó egg og fúlegg, koma eggjum undir aðrar kollur, þar sem margar hafa verpt í sama hreiður, eða karfan er það þröng, að vonlítið er, að það auðnist Bægja þarf frá vargi eftir föngum og ganga út skugga um, að allt sé eins og á að vera í varplandinu. Skemmtilegt og fróðlegt er að tölumerkja egg, og fylgjast þannig með útkomu hvers hreiðurs yfir varptímann, hversu mörgum eggjum var verpt í hreiðrið upphaflega, hversu mörg unguðust út, hve mörg hurfu af orsökum vargs, hve mörg voru ófrjó eða fúlegg, og hve mörg mis- fórust á annan hátt. Slík athugun gæti stuðlað að ræktun æðarstofnsins. Við vit- 346 F R E Y R

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.