Freyr

Volume

Freyr - 15.05.1977, Page 34

Freyr - 15.05.1977, Page 34
standa næpurnar eftir lítið snertar. Þá fer ég að láta tína. Það gerðu aðallega gamall maður á bænum og krakkarnir. Ég hef náð inn um 10 tonnum. Næpurnar setti ég í stíu í blásarahúsi við hlöðuna. Auk þess tíndi ég beint í kýrnar langt fram í nóv- ember. Mikið af næpunum var um 800—1000 grömm en þær fóru allt upp í 1400 grömm. Auk þess var allt smælkið, líklega fyrir of þétta sáningu. Hvernig gekk að fóðra með næpum? Kýrnar voru um viku að læra átið og þær létu illa af þessu fyrst. Síðan tóku þær vel við sér og tóku næpurnar fram yfir allt kjarnfóður, sem þeim var borið, og græddu sig. Viðbrigðin við að koma inn komu ekki fram í minnkandi mjólk. Ég hjó næpurnar sundur með skóflu, og það tók mig um 15 mínútur að ækja næpur, saxa þær og gefa 25 kúm. Dagsgjöfin var 5—6 kíló á kú. Næpurnar entust nokkuð fram yfir áramót. Þær voru í frostlausri geymslu og skemmdust ekkert. Hvað ætlar þú að gera í nœpurœkt næsta vor? Ég ætla að rækta þær aftur og sá fyrr. Það er ekki hægt að reikna með jafngóðu hausti og í fyrra. Ég ætla að minnka sáð- magnið niður í 1,5 kg á ha og fara meo næpurnar í nýtt land. Þær eru enn við- kvæmari fyrir arfa en nokkurn tíma kálið. Leiðrétting. í síðasta tölublaði misritaðist bæjarnafn Halldórs Þórðarsonar á Laugalandi. í fyrir- sögn að bréfi hans stendur Laugaból, en á að vera Laugaland, eins og áður segir. Eru hlutaðeigendur beðnir velvirðingar á þessu. 354 Sigurður Þorsteinsson, SkúfsstöSum. Helstu danskar landbúnaðarsýningar í sumar. Haldnar verða 33 landbúnaðarsýningar í Danmörku í sumar. Meðal hinna helstu eru: 16.—18. júní: Landbúnaðarsýning Austur-Eydana (Fæl- lesdyreskuet for de östlige öer) í Hróars- keldu. 23.—25. júní: Fjónska sýningin í Óðinsvéum. 29. júní — 2. júlí: Landbúnaðarsýningin í Herning, sem jafn- framt er ein stærsta búfjársýning, sem hald- in er á meginlandi Evrópu. 4. júlí: Búfjársýning í Hornslet. 18.—19. júlí: Landbúnaðarsýning Austur-Jóta í Horsens. F R E Y R J

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.