Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.05.1977, Qupperneq 36

Freyr - 15.05.1977, Qupperneq 36
Kennaranámskeið í vélrúningi. Fjögur námskeið voru haldin dagana 1.— 13. mars. Tvö í Borgarfirði vestra, á Hvann- eyri, Hesti og og Varmalæk, fyrir Suður- land, Vestfirði og Vesturland, eitt að Syðra- gili í Skagafirði fyrir Norðurland og það síðasta að Skriðuklaustri í Fljótsdal fyrir Austurland. Námskeiðin sóttu 34 þátttak- endur. Því miður ekki allir með næga þjálfun til að byggja á fyrir námskeið á þessu stigi. Niðurstöður námskeiðanna urðu þær, að 12—14 reyndust mjög vel hæfir leiðbeinendur í vélrúningi og eru þeir dreifðir vítt um land, aðrir 8 efnilegir en skortir aðeins meiri þjálfun, svo hægt sé að fullyrða um hæfni þeirra til námskeiða- halds. Hinir, sem ótaldir eru, náðu meira öryggi en áður og fengu aukna þjálfun í að vinna sjálfstætt að vélrúningi. John Williams taldi heppilegt að hitta að vetri, nokkra þá bestu frá námskeiðunum í vetur, og mundu þeir þá verða í framtíðinni kenn- arar leiðbeinenda í vélrúningi hér á landi. Bændur, sem komu á námskeiðin, voru mjög ánægðir með vinnuaðferðir og fram- kvæmdir, sem námskeiðsþátttakendur með kennslutilhögun. Nauðsynlegt er að fram- hald verði á námskeiðum í vélrúningi. John Williams er úrvalsmaður á þessu sviði og ágætur kennari í vélrúningi. Véladeild S.Í.S. og búvörudeild eiga miklar þakkir skildar fyrir frumkvæðið og það fé, er þær lögðu af mörkum til þessa námskeiða. Þótt Búnaðarfélag íslands legði til ráðunauta sína og þeir sæu um allan faglegan undir- búning og framkvæmd námskeiðanna, hefði það náð skammt, ef meira hefði ekki komið til. Árni G. Pétursson. flfkvæmasýning á sauðfé 1977 Á þessu ári verða haldnar afkvæmasýningar á Suðurlandssvæði og Austur- landssvæði frá Hvalfirði til Eyjafjarðar. Sýna má bæði hrúta og ær með afkvæmum. Hverjum hrúti þurfa að fylgja að minnsta kosti 22 afkvæmi, þar af tveir hrútar veturgamlir eða eldri og 10 lömb, og af þeim a.m.k. tveir lambhrútar. Hverri á þurfa að fylgja a.m.k. 5 afkvæmi, þar af einn hrútur veturgamall eða eldri. Fjáreigendur á ofangreindu svæði, sem óska eftir afkvæmasýn- ingum, sendi Búnaðarfélagi íslands eða héraðsráðunautum búnaðarsam- banda á greindu svæði tilkynningu fyrir 1. ágúst n.k. BÚNAÐARFÉLAG ÍSLANDS — Sauðfjárrækt — 356 F R E Y R

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.