Freyr - 01.05.1979, Blaðsíða 14
gott fóður af snarrót verður að slá hana mjög
snemma eða um það leyti, sem hún er hálf-
skriðin. Svo snemma slegin snarrót sprettur
vel aftur, og má þá fá af henríi góða há og fá
þannig samanlagt jafnmikið eða meira fóður
og miklu betra en með því að slá hana einu
sinni úr sér sprottna. Búfé á beit virðist
sneiða hjá snarrót.
VARPASVEIFGRAS.
Varpasveifgras (Poa annua) er einært gras,
sem vex í vel ábornum jarðvegi, einkum þar,
sem umferð er nokkur. Varpasveifgras vex
gjarna kringum hauga og í hlaðvörpum oft
innan um arfa.
Varpasveifgrasið líkist í ýmsu vallar-
sveifgrasi, en er oftast Ijósgrænna á litinn og
þverrákir eða bárur eru á blöðunum. Varpa-
sveifgras er lágvaxið (5—30 sm), vatnsmikið
og er því bæði uppskerulítið og erfitt að
þurrka það.
í votheyshlöðum myndar það oft skán eða
klessu. Skepnur eru sólgnar í það á beit.
Varpasveifgras er yfirleitt talið illgresi, en
mörgum þykir þó illskárra að fá það í kal-
skellur heldur en ekki neitt.
KNJÁLIÐAGRAS.
Knjáliðagras (Alopecurus geniculatus) vex í
hlaðvörpum og víðar þar, sem umferð er
mikil. Það er lágvaxið (10—60 sm). Knjáliða-
gras þekkist frá háliðagrasi á því, að knjá-
liðagrasið er beygt um hné. Ungar plöntur af
liðagrösunum er erfitt að þekkja, hvort er
háliða- eða knjáliðagras. Axpuntur knjá-
liðagrassins er dökkur eða nær svartur, og
því verða knjáliðagrassbreiðursvartaryfir að
líta, þegar knjáliðagrasið er skriðið.
Knjáliðagras vex einkum í raklendi. Þar,
sem það er áberandi í túnum, vaknar grunur
um, að framræsla sé í ólagi.
Knjáliðagrasið er ágæt fóðurjurt, en upþ-
skerulítil og er því ekki eftirsótt í tún. Það er
einært eða vetrarært og vex fljótt upp af fræi.
Það kemur því oft í kalskellur, þegar þær
myndast í túnum.
AXHNOÐAPUNTUR.
Axhnoðapuntur (Dactylis glomerata) er ein
mikilvægasta og uppskerumesta grasteg-
undin víða um heim. Hér á landi hefur ax-
hnoðapuntur verið reyndur í tilraunum, en
Axhnoðapuntur
Varpasveifgras
278
FREYR