Freyr - 01.05.1979, Blaðsíða 16
af ítölsku rýgresi. Úrvaliö var gert í Hollandi
skömmu fyrirsíðustu aldamót.
Blöð rýgresis eru breið og gljáandi á neðra
borðinu. Þau eru nærri flöt, en markar þó
fyrir kili á þeim. Biómskipunin er ax. Smá-
öxin, sem eru legglaus, snúa röndinni að st-
ráinu.
Hér á landi eru ræktaðir stofnar af báðum
tilbrigðunum, ítölsku og westerwoldisku
rýgresi. Westerwoldiska rýgresið er fljót-
vaxnaraog einært, en hið ítalskaerlengurað
vaxa og er nær því að vera tvíært. Milda vetur
getur ítalskt rýgresi lifað af hér á landi.
Þeir stofnar, sem einkum eru notaðir hér,
eru af westerwoldisku rýgresi Tewera og
Billion og af ítölsku Tetila og EF 486 Dasas.
Einært rýgresi er eingöngu notað hér sem
grænfóður, ýmist til beitar fyrir kýr eða lömb
eða í vothey. Westerwoldiskt rýgresi er fljót-
vaxnara en hitt og er þvífremur notað á þann
hátt að slá það til votheysgerðar um mitt
sumar og beita á endurvöxtinn (hána) um
haustið. ítalskt rýgresi er fremur notað til
haustbeitar eingöngu.
BERINGSPUNTUR.
Beringspuntur (Deschampsia beringensis)
er eitt þeirra grasa, sem reynd hafa verið í
tilraunum hér undanfarin ár og lofa góðu.
Hann ereins og nafnið bendirtil upprunninn
í Alaska, við Beringssund. Hann hefur m.a.
verið notaður til uppgræðslu á sárum, sem
mynduðust í gróðri við lagningu stórrar
olíuleiðslu þvert yfir Alaska.
Beringspuntur er skyldur snarrótarpunti.
Blöðin eru ekki jafnsnörp og á snarrót, og því
er beringspuntur trúlega lostætari.
Beringspuntur hefur reynst mjög upp-
skerumikill í tilraunum hér og virðist þola
aðstæður hér ágætlega.
KANADÍSKT HÁLMGRESI.
Kanadískt hálmgresi (Calmagrostis cana-
densis) mætti kalla grastegund, sem reynd
hefur verið hér í tilraunum í nokkur ár og
gefist vel. Það er náskylt hálmgresi því, sem
vex hér villt í mýrum og hálfdeigjum. Enn er
of snemmt að segja til um gagnsemi grassins
við mismunandi aðstæður hér á landi.
SKRIÐLIÐAGRAS.
Skriðliðagras (Alopecurus stolonifera) er
náskylt háliða- og knjáliðagrasi. Það er
skriðult. Það hefur verið reynt á til-
raunastöðvunum með góðum árangri, og
ekki er ólíklegt, að það eigi eftir að vera not-
að til ræktunar hér á landi í framtíðinni. Það
er ekki eins fljótvaxið og háliðagras og
sprettur því síður úr sér.
RÚSSAGRAS.
Rússagras (Arctagrostis arundinacea) er
fjórða og síðasta efnilega grasið, sem hér
skal nefnt. Það er komið frá Alaska, er upp-
skerumikið og virðist þola íslenska veðráttu
vel.
STRANDREYR.
Strandreyr (Phalaris arundinacea) hefur
verið reyndur hér í tilraunum oftar en einu
sinni, m.a. afbrigði, sem kallað hefur verið
randagras, en aldrei reynst reglulega vel. í
Noregi hefur þetta gras einnig verið reynt í
ræktun og gefist þar best allra grasa.
280
FREYR