Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1979, Blaðsíða 41

Freyr - 01.05.1979, Blaðsíða 41
Aukafundur Stéttarsambandsins Framh. á bls. 270 einsá þaðframleiðslumang, sem kæmi undir „kvóta“ hvers og eins framleiðanda, sam- kvæmt ákvæðum fyrstu málsgreinar í a-lið lagagreinarinnar. Er þá meiningin, að framleiðendur fái senda kjarnfóðurseðla, sem væntanlega hljóða upp á ákveðna krónutölu, þegar búið verður að ákveða þann kvóta. Enn er allt óá- kveðið um það, hvenær þetta kæmi til fram- kvæmda. Af öðrum málum, sem fundurinn fjallaði um, bar hæst tvö mál, sem bæði eru stefnu- markandi og hin mikilvægustu fyrir framtíð landbúnaðarins og kjör bænda. Tillaga landbúnaðarráðherra til þingsál- yktunar um stefnumörkun í landbúnaði var af fundinum talin fyllilega tímabær, og lýsti fundurinn fylgi sínu við hana í öllum megin- greinum. Jafnframt var bent á nokkur meginatriði, sem fundurinn taldi að leggja bæri sérstaka áherslu á, svo sem: Að þjóðin verði ávallt sjálfbjarga með matvælaframleiðslu, sem grundvallist á nýtingu landsins og tryggi þannig öryggi sitt. Að stefnt verði að hag- ræðingu í landbúnaði með sérstakri áherslu á nýtingu innlenda markaðarins, en þeir er- lendu markaðir ræktir og nýttir, sem verð- lagsþróun innan lands leyfði. Að búvöruf- ramleiðendum verði tryggðar tekjur sam- bærilegar við verkamenn og iðnaðarmenn, svo og öll félagsleg aðstaða við þá. Og að komið verði í veg fyrir byggðaröskun og beri öll þjóðin þær byrðar en ekki bændur einir. Hitt málið var frumvarp til heildarendur- skoðunar á Framleiðsluráðslögunum, sem landbúnaðarráðherra lagði fyrir fundinn. Frumvarp þetta byggir á áliti meirihluta svo- nefndrar „Framleiðsluráðslaganefndar", sem hlotið hafði einróma meðmæli Búnað- arþings. Nokkrar breytingar höfðu verið gerðar á frumvarpi þessu á vegum ráðherra með tilliti til þess að greiða fyrir samkomu- lagi um það innan stjórnarflokkanna. Stéttarsambandsfundurinn fjallaði allít- arlega um frumvarp þetta og ályktaði, að það væri í öllum meginatriðum í samræmi við það, sem bændasamtökin hafa barist fyrir á undanförnum árum. Þar kemur m. a. fram: að teknir verði upp beinir samningar við ríkið um kjör bænda, að verksvið Framleiðsluráðs verði rýmkað, að heimiluð verði stjórntæki til að halda framleiðslunni hæfilegri á hverjum tíma, að ákvæði verði lögfest um áætlanagerð og skipulagningu búvöruframleiðslunnar, og að markvissari ákvæði verði sett um tekju- tryggingu bænda samanborið við aðrar stéttir. Og var því mælt með frumvarpinu með nokkrum minniháttar breytingum og árétt- ingum um túlkun vissra ákvæða. Kjötverð á breskum markaði. Meðal heildsöluverð á kjöti á Smith- field-markaðinum í London var um mánaðamótin janúar-febrúar, í ísl. kr. á kg. Nautakjöt Kr/kg. Skoskt, síður ................. 827 írskt, afturpartur ............ 922 írskt, frampartur ............. 661 Kálfakjöt (holda kyn) Enskt ..................... 1 147 Hollenskt, afturp.......... 1 379 Lambakjöt Enskt ......................... 842 Skoskt ........................ 842 Nýsjálenskt ................... 766 Þetta verð er lítið eitt lægra en meðalverð fyrir allt Bretland. FREYR 305

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.