Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1979, Blaðsíða 29

Freyr - 01.05.1979, Blaðsíða 29
Þekkið þíð „kerfið" í kúnum, sem rætt er um í þessari grein? Ef ykkur finnst ..kertið" flókið er þá ekki helst að bera eíni greinarinnar saman við eigin reynslu og vita hvort- tveggja skýrist ekki við ítrekaðan samanburð? sleppa honurrt aiveg þar til á eða eftir fengitíð, en gæta þó að efnaþörf að öðru leyti. 5. í þessu tilliti hefur reynst mjög til bóta og öryggisað rýja lömbin fyrir fengitíð, en þá þarf að rýja aftur seinni hluta vetrar. Kem- ur þessi aðgerð mjög í stað atriða 2. og 3. hér að framan. Má þá ekki vanta á fóðrun né aðbúnað fjárins. 6. Og enn einu sinni: Fóðrið lömbin, sem og annan búpening, sem næst fóðurþörfum hverju sinni, en látið sérviskuna ekki hlaupa með ykkur í gönur, eins og oft vill verða, — einkum í sauðfjárrækt —, þótt sérviska í biand geti verið góðra gjalda verð og hressi oft upp á lyndiseinkurinina og tilveruna. Varðandi mjólkurlagnina: Er fóðrun lamba á þessum tíma, bar eitt sinn á góma milli okkar Ólafs G. Vagnsson- ar, ráðunauts hjá B.S.E., nefndi hann strax, að sig grunaði sterklega af reynslu sinni af sauðfjárkynbótum, að áðurnefndar niður- stöður Dana varðandi ofaldar kvígur og spakrnælið um það, hvemig kálfur launar ofbeldið, eigi ekki síður við um sauðfé. Með öðrum orðum: Sú hætta getur verið fyrir hendi með offóðrun lambshaustið, að mjólkurlagnin skerðist varanlega. Það er því töiuvert í húfi fyrir bændur að hyggja vel að föðrun og meðferð iambanna á þessum tíma, ekki síður og ef tii viii fremur en endranær, þar eð ekki verður aftur snúið, ef illa tekst tii. Hér er á ferðinni mjög verðugt rann- sóknaverkefni, en til bráðabirgða verða ráðleggingarnar hér að framan að giida í þessu sambandi. Að lokum má því við bæta, að sjálfsagt er fyrir bændur að nota sér heyefnagreiningaþjónustu, ásamt skoðun á holdafari og þunga lambanna, og ekki sakar að slá vigt á fóður fjárins af og til. „Kerfið“ í kúnum. Hvað er gott hey? Að öðru jöfnu er eftir- sóknarvert að eiga sem mest af auðmeltan- legu, velverkuðu heyi, sem ést vei, og að efnamagn þess og hlutföll séu í samræmi við það. Þrátt fyrir þetta er erfitt að skiigreina gott hey með almennum orðum á einn og sama veg þegar litið er á mjög svo mismun- andi næringarþörf skepna með tilliti til bú- fjártegundar, aidurs, árstíma, burðartíma, o. FREYR 293

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.