Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1979, Blaðsíða 11

Freyr - 01.05.1979, Blaðsíða 11
einnig vel við sig í þurrum sandjarðvegi, en best þrífst hann í móajarðvegi eða lítið eitt leirkenndum moldarjarðvegi. Túnvingull sá, sem sáð er til í túnum hér á landi, virðist oft hverfa að nokkrum árum liðnum, en innlendir stofnar koma í staðinn og þeir endast í túninu úr því. Túnvingull þolir beit og tíðan slátt vel. Notkun. Túnvingull eryfirleitt notaður í blöndur, þeg- ar honum er sáð í tún, en einn sér til upp- græðslu örfoka lands. í grasfræblöndum er honum ætlað sama hlutverk og vallar- sveifgrasi, þ.e. að tryggja endurvöxt eftir slátt og fylla í eyður, sem koma í grassvörð- inn. Stofnar. Eins og að framan greinir endast stofnar af erlendum túnvingli heldur stutt í túnum hér, en fræ af innlendum stofnum hefur ekki enn komið á markað. Annars vantar ekki fjölda stofna af túnvingli í heiminum og 90 þeirra eru á skrá OECD. Þeir stofnar, sem hér hafa verið reyndir, hafa margir reynst svipaðir, en enginn einn skarað fram úr öðrum. Dönsku stofnarnir Dasas, Echo Dehnfeldt og Rubina Roskilde hafa verið notaðir hér undanfarin ár. Ásl. sumri var reyndur hér norski stofninn Leik, og virðist hann ætla að slá v'ð öðrum túnvingulsstofnum, sem hér hafa verið reyndir. Uppskera. Túnvingull getur gefið mikla, næringar- og steinefnaríka uppskeru. Túnvingulshey þarf mikinn þurrk. Túnvingul þarf að slá um skrið, sem oft er síðast í júní eða fyrst í júlí, því að næringargildi hans fellur fljótt eftir skrið. Endurvöxtur er dágóður. Túnvingull virðist ekki bragðgóður, a.m.k. sneiða skepnur frekar hjá honum við beit, ef þær eiga kost á öðrum túngrösum. HÁLIÐAGRAS. Uppruni. Háliðagras (Alopecurus pratensis) ér upp- runnið í tempraða beltinu norðanverðu, í Evrópu og Asíu. Það hefur verið notað í vot- lend tún í norðanverðri Evrópu síðan um miðja 18. öld. í Ameríku er háliðagras einkum ræktað í Alaska, Kanada og Norðvestur- ríkjum Bandaríkjanna. Hér á landi vex há- liðagras nú villt, en er talið hafa verið flutt hingað á síðari tímum til ræktunar. Lýsing. Háliðagrasi svipar nokkuð til vallarfoxgrass í útliti. Það er hávaxið (70—100 sm) axpunt- gras. Axpunturinn er sívalur, alllangur og mjúkur^ðkomu. Oft bregður á hann silki- gljáa. Blöð háliðagrassins eru lík blöðum vallarfoxgrass, en þau snúa ekki upp á sig. Oft sest ryðsvevppur á blöð háliðagrass á vorin, og má þá nota hann til að þekkja hálið- agras frá vallarfoxgrasi og língresi. Vaxtarskilyrði. Háliðagras kann best við sig í rökum, frjó- sömum jarðvegi, í köldu og röku loftslagi. Þurrka þolir það illa. FREYR 275

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.