Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1979, Blaðsíða 6

Freyr - 01.05.1979, Blaðsíða 6
I fyrsta lagi, að framleiðendur fái fullt grundvallarverð fyrir ákveðið magn, t. d. 80% framleiðslunnar, en útflutningsverð fyrir hitt. Þetta er leið, sem kennd er við tillögur Eyfirðinga um þetta efni. í öðru lagi er sú leið að nota hluta af niðurgreiðslum til neytenda til að greiða beint til bænda að ákveðnu framleiðslumarki. Þetta kom inn í meðförum Alþingis. í þriðja iagi er heimild til að taka stighækkandi framleiðslugjald til verð- jöfnunar, en það er sú leið, sem „sjömanna- nefnd“ lagði til, að farin yrði við hlið kjarn- fóðurgjalds. í b-lið lagagreinarinnar eru eftirfarandi heimildarákvæði með sömu fyrirvörum um samþykktir Stéttarsambandsfundar og landbúnaðarráðherra. ,,Að leggja sérstakt gjald á innflutt kjarn- fóður. Gjaldið má vera allt að 100% á inn- kaupsverð vörunnar. Framleiðendur búvöru á lögbýlum og aðrir, sem hafa meiri hluta tekna sinna af búvöruframleiðslu, skulu án þess að greiða gjaldið fá tiltekið magn kjarnfóðurs miðað við framtalið magn afurða og bústofn á skattframtali, samkvæmt nánari ákvæðum í reglugerð“. Þá eru í e-lið ákvæði um það, hvernig verja megi fóðurbætisskatti. Þar segir: „Gæsla og ráðstöfun þess fjár, sem inn- heimtast kann samkvæmt heimildum þess- arar greinar, skal vera í höndum Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins. Meðal annars er heimilt að verja því til að greiða verðbætur til þeirra, sem minnka bú- vöruframleiðslu sína í því skyni að draga úr óhagkvæmri framleiðslu, enda náist sam- komulag um, að ríkissjóður leggi fram a. m. k. jafnháa fjárhæð, svo og til að jafna halla, er verða kann á útflutningi, milli söluaðila“. Hér er heimilað að leggja á fóðurbætis- skatt, sem lengi hefur verið rætt um, en skyldað að skammta gjaldfrítt til þeirra, sem hafa meiri hluta tekna sinna af búvörufram- leiðslu, og skal sá skammtur miðast við framtalið magn búvöru og miðast þá vænt- anlega við framleiðslu og framtöl undan- farandi tveggja eða þriggja ára. Loks eru í lagagreininni eftirfarandi ákvæði til bráðabirgða: „Fram til þess tíma, er tekist hefur að afla nauðsynlegra gagna, er heimilt, að gjald skv. b-lið verði lagt á allt kjarnfóður, en endur- greiðist síðan eftir ákvæðum b-liðar“. Það er skemmst af Stéttarsambands- fundinum að segja, að mest af tíma hans fór í að ræða drög að reglugerð um framkvæmd þeirra lagaákvæða, sem að framan er lýst. Ekki er það ofsagt, þó að þess sé getið, að flestum fulltrúum áfundinum þótti sem laga- setning Alþingis hefði orðið heldur óhönd- ugleg og að erfitt væri að gera góða reglu- gerð við svo gölluð lög. Einkum voru það ákvæði um viðmiðun við gerð ,,kvóta“ og það, að skyldað skyldi vera að skammta kjarnfóðrið í hlutfalli við framtalið afurðam- agn og framleiðslukvóta. Tillaga kom fram seint á fundinum um það að fresta afgreiðslu á þessum drögum að reglugerð til næsta aðalfundar. Var hún rökstudd með því, að í Ijós væri komið, að setning reglugerðar samkvæmt lagaákvæðunum væri miklum vandkvæðum bundin, tæki lengri tíma og þarfnaðist mjög mikillar gagnasöfnunar og undirbúnings. Mörgum þótti þó rétt að afgreiða þau drög að reglugerð, sem fundurinn hafði þegar lagt svo mikla vinnu í, að öðrum kosti mundi mik- ill tími fara forgörðum til að þoka málinu áfram. Tillaga þessi um frestun var felld að viðhöfðu nafnakalli með 26 atkvæðum gegn 16 og drögum að reglugerð síðan vísað til Framleiðsluráðs og því falið að vinna að endanlegri gerð reglugerðarinnar, þannig að hún samræmist lögunum og verði fram- kvæmanleg. Ekki erfært að rekja hér efni fyrirhugaðrar reglugerðar. En gert er ráð fyrir, að hin fyrsta aðgerð kunni að verða, að lagður verði á allt að 60% kjarnfóðurskattur í samræmi við bráðabirgðaákvæði, en að hluti hans verði endurgreiddur samkvæmt reglum um ákveðið magn af gjaldfrjálsu kjarnfóðri á hverja framtalda framleiðslueiningu, þó að- F-ramh. á bls. 305 270 FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.