Freyr - 01.05.1979, Blaðsíða 22
þannig, að skorts fer að gæta við einhliða
áburðargjöf á b- og c-reitum, þar sem hóf-
legur eða lítiil áburður var borinn á nýrækt-
ina, en stærri nýræktarskammtarnir hafa
myndað áburðarefnaforða, sem endist í
nokkur ár. Alhliða áburðargjöf árlega (a-lið-
ur) dregur brátt úr mismun liða, en hefur þó
ekki enn náð að jafna hann til fulls. í 2. töflu
eru sýnd nokkur dæmi um það. Tekin eru
meðaltöl A-D liða vegna þess, að mismunur
þeirra má heita horfinn. Niðurstöðurnar
benda til þess, að með alhliða áburðargjöf á
tún sé eftirverkunaráhrifa 100-150 tonna/ha
af búfjáráburði að mestu hætt að gæta á 2.
ári á Skriðuklaustri og á 4. ári á Geitasandi,
en þau eru enn áberandi á Hvanneyri á 4. ári
og á Reykhólum á 3. ári.
2. tafla.
Nokkur dæmi um uppskeru á a-lið (100 N,
20 P, 50 K) 1977 og 1978.
Áburðarliðir nýraektarárið
A-D (Mt.) E mykja 100 tonn/ha F mykja 150 tonn/ha
Reykhólar 1978, 3. ár 48,8 59,6 65,3
Skriðukl. 1978, 2. ár 74,4 75,8 75,4
Hvanneyri 1978, 4. ár 58,1 63,7 69,6
Geitasandur 1977, 3. ár 22,3 39,6 40,1
Geitasandur 1978, 4. ár 37,1 42,5 39,0
Tilraunaniðurstöðurnar gefa til kynna, að
áburðarþörf í nýrækt sé mjög misjöfn á þeim
fjórum stöðum, sem tilraunirnarvoru gerðar.
í Hvanneyrarmýrinni er fosfórskortur mest
áberandi, eins og oft hefur komið fram áður.
Á sandinum er köfnunarefnisskortur hins
vegar mest áberandi. Sandurinn er einnig
viðkvæmur fyrir ofnotkun áburðar og niður-
stöður úr þessari tilraun benda til þess, að
hann þoli ekki, að kalíáburður sé borinn á
tún eftir mikinn búfjáráburð, sem er einmitt
kalíauðugur.
Á Skriðuklaustri er áburðarþörf sérlega
lítil. Þar fékkst full spretta (77.2 hkg/ha) á
öðru ári með alhliða áburði (a-liður), þótt
ekkert væri borið á nýræktina (A-liður).
Samtímis þessari tilraun var þó gerð á
Skriðuklaustri önnur tilraun við svipuð skil-
yrði, þar sem nýræktaráburður gefur mikla
svörun, ef sáð er Fylking vallarsveifgrasi eða
snarrót í stað vallarfoxgrass, og endast þessi
áhrif fram á annað ár. Liggur beint við að
álykta, að tegundir, sem eru seinar til eftir
sáningu eins og sveifgras og þó einkum
snarrót, myndi betri svörð, ef þærfá ríkuleg-
an áburðarskammt í nýræktina.
Erfitt er að dæma um án frekari úrvinnslu
en þegar hefur verið gerð, hvort áhrif búfjár-
áburðar endist lengur en áhrif tilbúins
áburðar, eins og vænta má vegna hægari
nýtingar búfjáráburðarins. Ýmislegt bendir
þó til, að svo sé, ef nýræktarskammturinn er
álitinn jafngildi 50 tonna af búfjáráburði. Má
til dæmis nefna annars árs niðurstöður á
Geitasandi og þriðja árs niðurstöður á
Reykhólum. Hafa þessar niðurstöður birst í
árlegum skýrslum um jarðræktartilraunir á
tilraunastöðvunum. Samkvæmt tilraunum
með ádreifingu búfjáráburðar, sem hófust
1963 og stóðu um 10 ár, jafngilda 20 tonn
búfjáráburðar 40 til 60 kg köfnunarefnis.
Miðað ervið köfnunarefni, því að það er mest
takmarkandi, ef búfjáráburður er notaður
einn sér. Ef þessi niðurstaða er skoðuð í
samhengi við tilraunirnar með ídreifingu,
kemur fram, að fyrstu áburðaráhrif búfjár-
áburðarins til uppskeruauka við ídreifingu í
3. tafla.
Uppskeruauki alls í 2—4 ár við aukningu
búfjáráburðar úr 50 tonnum í 100—150
tonn á hektara (E- og F-liður umfram
P-lið).
Árlegur áburður
Fjöldi a b c d
ára NPK PK N 'h N Meðaltal
Reykhólar 3 22,0 27,3 29,0 26,1
Skriðukl. 2 2,8 x9,3 16,9 10,9 12,5
Geitasandur 4 35,1 29,2 37,9 4,1
Hvanneyri 4 32,0 44,4 59,2 45,2
Framh. á bls. 304
286
FREYR