Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1979, Blaðsíða 5

Freyr - 01.05.1979, Blaðsíða 5
BÚNAÐARBLAÐ 75. árgangur Nr. 9, mai 1979 Útgefendur: BÚNAÐARFÉLAGÍSLANDS STÉTTARSAMBAND BÆNDA Útgáfustjórn: EINAR ÓLAFSSON HALLDÓR PÁLSSON ÓLI VALUR HANSSON Ritstjóri: JÓNAS JÓNSSON Aðstoðarritstjóri: JULIUS J. DANÍELSSON Heimilisfang: BÆNDAHÖLLIN. REYKJAVÍK PÓSTHÓLF 7080, REYKJAVÍK Áskriftarverð kr. 5500 árgangurinn Ritstiórn, innheimta, afgreiósla og auglýsingar: Bændahöilinni, Reykjavik, simi 19200 Ríldsprentsmiðjan Qutenberg Reykjavík — Siml 84522 EFNI: Aukafundur Stéttarsambandsins Túngrös Idreifing búfjáróburðar Laxakynbætur Of eða van um ær og kýr Oröabók landbúnaðarins Áskorun um nýja land- græðsluáætlun Frá formannafundi Þyrlað um knosara Aukafundur Stéttarsambandsins Dagana 25.—26. apríl var efnt til aukafundar Stéttarsam- bands bænda I Bændahöllinni I Reykjavík. Aðalverkefni þessa fundar var að fjalla um aðgerðir og tímabundnar ráðstafanir til takmörkunar á búvöruframleiðslunni sam- kvæmt nýgerðum breytingum á Framleiðsluráðslögunum. • Eins og fram hefur komið samþykkti Alþingi hinn 6. apríl s. I. breytingu á Framleiðsluráðslögunum. Breyting þessi fólst aðeins í því, að sett var inn ein ný grein í lögin, sem heimilar, að gripið verði til ákveðinna ráðstafana, sem oft hafa verið nefnd ,,stjórntæki“ á framleiðslunni, þegar bú- vöruframleiðslan er meiri en þörf er fyrir á innlendum markaði og ekki fást viðunandi markaðir erlendis fyrir það, sem um fram er, að mati Framleiðsluráðs landbúnaðarins. Engum mun blandast hugur um, að slíkarséu aðstæðurnar nú. En þá eru Framleiðsluráði landbúnaðarins heimilar, að fengnu samþykki fulltrúafundar Stéttarsambands bænda og staðfestingu landbúnaðarráðherra, tímabundnar ráð- stafanir, sem tilgreindar eru í tveimur stafliðum í laga- greininni. í a-lið er heimilað: „Að ákveða mismunandi verð á búvöru til framleiðenda. í því sambandi er m. a. heimilt að ákveða framleiðendum fullt grundvallarverð fyrir ákveðinn hluta framleiðslunnar, en útflutningsverð fyrir það, sem umfram er. Að greiða með samþykki ríkisstjórnarinnar hluta af niðurgreiðslunum til framleiðenda í samræmi við fram- leiðslumagn allt að ákveðnu marki, en síðan stiglækkandi eftir því, sem framleiðslan vex þar fyrir ofan. Heimilt er að ákveða rétt frumbýlinga í samræmi við bústofn þeirra". í þriðja lagi er heimilað undir þessum lið: „Að innheimta framleiðslugjald til verðjöfnunar, sem má vera mishátt eftir bústærð, ef ástæða þykir til“. Og enn- fremursegir: „Rétturþeirra, sem hefja búskap, dragasam- an búvöruframleiðslu eða hætta búskap, skal tryggður með ákvæðum í reglugerð“. Og svo segir, að heimilt sé að nota samtímis ofangreindar heimildir. Til að skýra þetta nánar, er rétt að benda á, að hér er um þrjár leiðir eða útfærslu að ræða á því, sem oft hefur verið nefnt „kvótakerfi". FREYR 269

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.