Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1979, Blaðsíða 36

Freyr - 01.05.1979, Blaðsíða 36
Frá formannafundi Fundur með formönnum búnaðarsambandanna var haldinn í búnaðarþings- salnum í Bændahöllinni sunnudaginn 18. febrúar sl. og hófst kl. 2 síðdegis. Það hefur gerst nokkrum sinnum áður, að formenn sambandanna hafa haldið með sér sérstakan fund og þá í tengslum við Búnaðarþing eins og nú. Sami háttur var t.d. hafður á síðasta ári. Það kann að þykja, að nokkur fundargleði felist í þessu, þar sem sex af fimmtán búnaðarsambandsformönnum eru einnig búnaðarþingsfulltrúar. En formennirnir eiga sín sameiginlegu viðfangsefni og þykir gott að hittast þannig einu sinni á ári. Búnaðarsamböndin eru sem kunnugt er 15 í landinu. Stærst þeirra er Búnaðarsamband Suðurlands, sem nær yfir þrjár sýslur, tvær mjög fjölbyggðar. Búnaðarsamband Borgarfjarðar nær yfir tværsýslur, Búnaðarsamband Vestfjarðayfir 3. Innlend grasfræræktun verði efld. 4. Stefnt skal að því að friða gróðursnauð lönd til gras- og skógræktar. 5. Ræktun skjólbelta skal stóraukin. 6. Fjölga skal útivistarsvæðum fyrir þéttbýl- isfólk, og í því sambandi mætti stórauka vinnu ungmenna úrskólum landsins með gróðursetningu trjáplantna. 7. Aukið samstarf Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins, Landgræðslu og Skógræktar ríkisins ætti að tryggja fram- gang málsins. fjórar, Búnaðarsamband Austurlands yfir tvær, og svo er einnig að nafni til um Búnað- arsamband Kjalarnessþings. Að öðru leyti fylgja búnaðarsamböndin sýslum, nema Búnaðarsamband Eyjafjarðar sníður tvo vestustu hreppana af Suður-Þingeyjarsýslu. Á fundinum voru mættir eftirtaldir formenn: Páll Ólafsson, Brautarholti, formaður Bún- aðarsambands Kjalarnessþings, Bjarni Guðráðsson, Nesi, formaður Búnaðarsam- bands Borgarfjarðar, Gunnar Guðbjartsson, Hjarðarfelli, formaður Búnaðarsambands Snæfellinga, Sigurður Þórólfsson, Innri- Fagradal, formaður Búnaðarsambands Dalamanna, Guðmundur Ingi Kristjánsson, Kirkjubóli, formaður Búnaðarsambands Vestfjarða, Jónas R. Jónsson á Melum, for- maður Búnaðarsambands Strandamanna, Sigurður J. Líndal, Lækjamóti, formaður Búnaðarsambands Vestur-Húnavatnssýslu, 300 FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.