Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1981, Blaðsíða 10

Freyr - 01.04.1981, Blaðsíða 10
Ungtarfar að stangast. (Ijósm. Matthias Einarsson) litsmönnum og oddvitum þar sem einkum hefur verið rætt um hreindýraveiðarnar. Þetta framtak ráðuneytisins er þakkarvert og mættu fleiri valdastofnanir í þjóð- félaginu taka það til fyrirmyndar. Fundirnir hafa verið gagnlegir en þó hefur mér þótt nokkuð á skorta að ráðuneytismenn tækju tillit til upplýsinga sem þeir hafa fengið á fundunum undanfarin ár um breytta háttu hreindýranna, svo sem að framan er rakið, og hefur því hlutdeild fjarðabyggðanna í þeim fjölda hreindýra, sem heimilað hefur verið að veiða ár- lega, verið mikils til of Iítil. Nokk- uð hefur þó þokað í þá átt að veita fjarðabyggðunum meiri hlutdeild í veiðunum og mest á síðasta ári. Hlutur uppsveitanna á Héraði, sem áður höfðu langstærstan kvóta, hefur því eðliiega minnkað en er þó enn stærstur. í haust er leið urðu talsverð blaðaskrif og umræður um hreindýraveiðarnar og birtust ljót- ar sögur í blöðum um hvernig að þeim væri unnið. Vafalaust mun ýmislegt hafa verið missagt og orðum aukið í þeirri umfjöllun en þó virðist mér ljóst að úrbóta sé þörfíþessuefni. Mun éghéráeftir lýsa hugmyndum mínum um hvernig þoka mætti málum þessum til betri vegar. 1. Tryggt verði að hreindýra- veiðarnar fari fram á vegum sveitarstjórnar og hreindýraeftir- litsmanns á hverjum stað. Ráðuneytið mun raunar ætlast til að svona sé að málum staðið, sbr. reglugerð um hreindýraveiðar, en talsverður misbrestur mun vera á því í framkvæmd. Hér í Borgar- fjarðahreppi hefur þessi háttur verið hafður á frá því að leyfi fékkst fyrst til veiða árið 1974 og gefist mjög vel. Fjórir til sex menn hafa unnið að veiðunum undir forystu hreindýraeftirlitsmannsins og hafa þeim að sjálfsögðu verið greidd þokkaleg Iaun fyrir. Hagn- aður hefur alltaf orðið af veiðun- um að undanskildu einu ári þegar ótíð kom að mestu í veg fyrir veiðar. Þær röksemdir sem ég hef heyrt, að svona útgerð geti ekki staðið undir sér annars staðar, tel ég vafasamar og vil í því sambandi nefna tölur frá síðasta ári: Felld voru 45 hreindýr sem lögðu sig á kr. 7.563.271.- Útlagður kostnað- ur varð kr. 2.303.207,- að við- bættum greiðslum til landeigenda þar sem dýrin voru skotin kr. 450.000,- Hagnaðinum um 4,8 millj. var skipt milli bænda í Borg- arfirði í hlutfalli við landverð jarða í fasteignamati. 2. Ráðinn verði maður í fullt starf til þess að hafa eftirlit með hreindýrunum og hreindýra- veiðunum. Hreindýraeftirlitsmaður Fljóts- dalshrepps hefur nú yfirumsjón með hreindýrum auk þess sem hann á einnig að fylgjast með störfum hreindýraeftirlitsmanna, sem starfa í hverju sveitarfélagi á Austurlandi. Hér mun vera um illa launað aukastarf að ræða og augljóst að til þess að það verði meira en nafnið eitt veitir ekki af manni í fullu starfi. Tveir yrðu að- alþættir í starfi eftirlitsmannsins: í fyrsta lagi að fylgjast með hreindýrunum allt árið og gera tillögur um veiðar og skiptingu veiðileyfa og í öðru lagi að hafa umsjón og cftirlit með veiðunum. 3. Sett verði ný lög um hreindýr og hreindýraveiðar. Núgildandi lög um hreindýr eru að stofni til frá 1940 og þá sett eingöngu til að kveða á um alfrið- un þeirra. Breyting var gerð á lög- unum 1954 og ráðherra þá veitt vald til að heimila veiðar, telji eftirlitsmaður hreindýra að stofn- inum stafi ekki hætta af. Mennta- málaráðherrar hafa gefið út reglu- gerðir með stoð í fyrrnefndum lögum. Núverandi reglugerð sem að stofni til hefur verið óbreytt síðustu árin er góð svo langt sem hún nær en æskilegt væri að lög- gjafinn markaði skýrar stefnuna í þessum málum og tæki þá mið af þeirri reynslu, sem fengist hefur síðan 1954 að veiðar voru leyfðar á ný. Viðurlög við brotum á lögunum þyrfti að þyngja. Ekki er líklegt að núgildandi hámarkssekt, eitt hundrað nýkróna, hafi mikið varnaðargildi. 250 — FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.