Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1981, Blaðsíða 28

Freyr - 01.04.1981, Blaðsíða 28
Dr. Stefán Aðalsteinsson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Fjárræktin á Hólum Athugasemdir vegna skrifa Guðbjarts Gunnarssonar. Guðbjartur Gunnarsson á Hjarðarfelli ritar grein í 6. tbl. Freys, 1981, undir heitinu „Búfjárkynbæturnar á Hólum.“ Grein hans er rituð í tilefni af athugasemd minni „Hrútarnir á Hólum“ í 23. tbl. Freys, 1980 vegna ummæla Guðbjarts um Hólaféð í viðtali 19. tbl. Freys, 1980. Það eru allmörg atriði í grein Guðbjarts, sem ástæða er til að fjalla nokkuð um. Rannsóknir á uliar- og gærueigin- leikum í nærri 20 ár. Guðbjarti finnst einkennilegt að leggja höfuðáherslu á ull og gærur á Hólum, en ekki kjötgæði. Þetta viðhorf Guðbjarts er nokkuð seint fram komið, því að ákveðið var fyrir nærri 20 árum að hefjast handa á Skólabúinu á Hólum um rannsóknir á erfðum á ullar- og gærueiginleikum og ræktun á þeim. Áþeim tíma varþví verkefni hvergi sinnt í landinu. Árið 1965 var einnig hafist handa um út- reikninga á kynbótaeinkunn fyrir allar ær og alla ærfeður á Hólum, þar sem saman voru teknir í eina einkunn eiginleikarnir, frjósemi áa, einkunn áa fyrir vænleika lamba, ullarmagn áa og ullar- flokkur áa. Reynt að velja lambhrúta með góða byggingu. Guðbjartur kvartar mikið undan því, hvað Hólahrútarnir séu illa gerðir og ljótir. Alltaf hefur verið reynt að velja til ásetnings á Hólum lambhrúta með eins góða byggingu og kostur hefur verið á, eins og ég tók fram í athugasemdum mínum í 23. tbl. Freys, en alla vega hefur tekist til. Vandinn með umbætur á bygg- ingarlagi Hólafjárins hefur verið sá, að upphaflegi stofninn á Hólum var grófbyggður, og ekki hefur verið völ á að bæta byggingarlag á Hólafénu með aðfengnu kyn- bótafé nema gulur litur fylgdi. Best byggðu sæðingahrútarnir valdir. Eitthvað hefur heimildarmönnum Guðbjarts skjátlast varðandi sæðingahrútana, sem notaðir voru á Hólum veturinn 1977—1978. Það voru þeir Frosti 60-879 og Bjartur 71-905 Frosta var lýst svo í skrá um sæðingastöðvahrútana, að af- kvæmi hans væru djásn að allri gerð, og Bjarti var lýst þannig, að hann væri samanrekinn holda- hnaus. Alls voru 15 sæðingahrútar í boði þetta ár, og Frosti og B jartur báru af öllum hinum um bygging- arlag. Þess vegna voru þeir valdir, þó að báðir væru gulir. Auk þess þekkti ég til þess, að Bjartur gat gefið alhvít lömb, og undan honum var hrútur, sem hafði gefið lömb með gott byggingarlag á Reykhól- um. Frosti og Bjartur voru notaðir á 7 alhvítar afurðaær á Hólum. Þær áttu samtals 10 lömb. Einu þeirra, hrútlambi, var slátrað, eitt hrút- lamb var selt, en tvö hrútlömb, sitt undan hvorum hrút, og 6 gimbrar voru sett á heima. Ekki var hægt að nota hrútinn undan Bjarti lambsveturinn, en hrúturinn undan Frosta var settur í af- kvæmarannsókn og kom þar það vel út, að gimbrar undan honum voru látnar lifa. Voru margar þeirra alhvítar, enda allar undan alhvítum mæðrum. Þessi hrútur, sem heitir Rauður, lifir, hann fékk 1. verðlaun 1980 og fyrsta reynsla fæst á dætur hans á þessu ári. Hann var í fjárhúsunum á Hólum í fyrra- vetur. Samtímis þeim Frosta og Bjarti voru á stöðinni þrír alhvítir hrútar, sem Guðbjarti finnst að hefði átt að nota. Þeir voru Már 71-897, Hriflu-Þór 71-902 og Smári 70-884. Af lýsingum á þeim mátti sjá, að Már gaf létt lömb og lítil reynsla var komin á dætur hans, Hriflu-Þór var óvenju há- fættur og grófbyggður, með 138 mm fótlegg, og átti lítið erindi til 268 — FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.