Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1981, Blaðsíða 24

Freyr - 01.04.1981, Blaðsíða 24
bent á, aö nauðsynlegt sé að auka leiðbeiningar í hrossarækt bæði á vegum Búnaðarfélags íslands og búnaðarsambandanna. Þá er lýst stuðningi við, að tilraunir verði auknar í hrossaræktinni, einkum hvaða áhrif beit hrossa hefur á gróðurinn á hálendinu. f>á er ósk- að eftir að hrossabændur fái veru- lega aðstoð hins opinbera til að kanna markaðsmöguleika fyrir afurðir hrossa og útflutning þeirra. Þá vill Búnaðarþing ekki sætta sig við, að slakað sé á vernd íslenska hrossastofnsins fyrir fjársterkum kaupendum erlendis. Verða kartöflur fluttar út? í ályktun um kartöflurækt, sem samþykkt var beinir Búnaðarþing því til Grænmetisverslunar land- búnaðarins að vinna af alefli að því að tryggja aukið rekstraröryggi kartöfluframleiðslunnar hér á landi. Lagt er til að athugaðir verði möguleikar á því að hefja fram- leiðslu á fjölbreyttum iðnaðar- vörum úr umframframleiðslunni, þegar hún er fyrir hendi. Komið verði á bættu skipulagi varðandi móttöku og sölu kartaflna. Þá er lagt til að fulltrúar kartöflubænda eigi aðild að stjórn Grænmet- isverslunarinnar. í lok álykt- unarinnar er lagt til að nú þegar verði gerðar ráðstafanir til að koma framleiðslunni í verð, m. a. með öflun markaðar erlendis. Fæðingarorlof bændakvenna. Eftirfarandi ályktun var samþykkt uni fæðingarorlof: „Búnaðarþing telur, að fram- tíðarmarkmið um fæðingarorlof sé það, að allar konur hafi jafn- an rétt til fæðingarorlofs og búseta eða störf skipti þar ekki máli. Þingið beinir því til Stéttar- sambands bænda, að það gæti í þessu máli hagsmuna bænda- kvenna svo, sem unnt er. Meðan framkvæmd núgild- andi laga um fæðingarorlof er í mótun, telur Búnaðarþing að lágmarks meðaltals réttindi bændakvenna til fæðingarorlofs séu tveir mánuðir og fullt orlof eða þrír mánuðir, til þeirra kvenna er sannað geta vinnu- framlag við búrekstur, sem nægir til fullrar orlofsgreiðslu.“ Kornrækt Undanfarin ár hafa verið gerðar tilraunir með kornrækt á ýmsum stöðum á Suðurlandi. Árangur þessara tilrauna bendir eindregið til þess að til eru þær sveitir hér á landi þar sem rækta má bygg með góðum árangri í flestum árum. Búnaðarþing samþykkti ályktun þar sem stjórn Búnaðarfélags ís- lands er hvött til þess að beita áhrifum sínum til að auka korn- rækt meðal bænda, þar sem veðurfar og landshættir leyfa. Hlunnindi. Búnaðarfélag íslands hefur sér- stakan hlunnindaráðunaut en hann er Árni G. Pétursson, fyrr- verandi sauðfjárræktarráðunaut- ur. Hann hefur lengi barist fyrir aukinni nýtingu hlunninda og að þeim sé meiri sómi sýndur. Álykt- un var afgreidd frá Búnaðarþingi um skipulagða vinnslu rekaviðar. Búnaðarfélög og ræktunarsam- bönd á þeim svæðum þar sem rekavið er að finna eru hvött til að Fremst á myndinni silja búnaðarþingsfnlltrúarnir, Jón Kristinsson í Lambey, Júlíus Jónsson í Norðurhjáleigu, Gunnar Oddsson í Flatatungu og Jósef Rósinkarsson í Fjarðarhorni. 264 — FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.