Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.04.1981, Qupperneq 14

Freyr - 01.04.1981, Qupperneq 14
oddvitar síðan fylltu út. Atvinna utan bús reyndist sem hér segir: Athyglisvert er að einungis 40 af 106 bændum starfa ekki utan bús. Á 30 af þessum 40 jörðum taldi viðkomandi oddviti að aldur bónda, heilsuleysi eða skortur á starfsþreki yllu því að búið væri ekki stærra eða að ekki væri unnið utan bús. Lang algengustu störf utan bús reyndust almenn verka- mannavinna, akstur vörubifreiða, sláturhússtörf og í Tjörneshreppi útgerð. Af þessari stuttu upptalningu ætti að vera ljóst að störf í öðrum atvinnugreinum en landbúnaði hafa verulega þýðingu fyrir af- komu fólks á svæðinu og styrkja búsetu þar. Hins vegar er mjö erf- itt að draga ályktun af þessari könn un fyrir sveitir annars staðar á landinu, en mjög áhugavert væri að kanna sem víðast hversu mikið er um atvinnu utan bús. 4. Áætlun uni eflingu smáiðnaðar í sveitum. í framhaldi af álytkun Alþingis frá 14. maí 1979 fól forsætisráðu- neytið Framkvæmdastofnun með bréfi hinn 31. júlí 1979 forgöngu um framkvæmd þingsályktunar- innar. Áætlun um eflingu smáiðn- aðar í sveitum var síðan unnin af starfsmönnum byggðadeildar Framkvæmdastofnunar og sam- þykkt af stjórn hennar 6. maí 1980. í áætluninni er lagt til að 20 smáum iðnaðarfyrirtækjum í sveitum verði í tilraunaskyni veitt- ur fjárhagslegur stuðningur til framkvæmda árið 1981. Stuðn- ingurinn verði allt að 75% kostn- aðar, en þó verði sett ákveðið hámark. Fyrirtækin sem njóta stuðnings skulu vera í sveit eða þorpi sem ekki hefur fleiri en 120 íbúa 1. des. 1978 og í a. m. k. 15 km f jarlægð frá næsta þéttbýlisstað sem hafði fleiri en 120 íbúa. Þau svæði sem aðstoðin nær til eru sýnd á meðfylgjandi mynd. Fyrirtækið skal vel í sveit sett, þannig að auð- velt sé fyrir marga íbúa í nágrenn- inu að sækja þangað vinnu. Ekki skal stuðlað að aðflutningi fólks, heldur sköpuð atvinna því fólki sem þegar býr í nálægð vinnu- staðarins. Sýna skal fram á að nægt vinnuafl sé í nágrenninu og vilji til að taka þá vinnu sem í boði er. Ef byggðahverfi hefur nú þegar myndast í sveitarfélaginu, sér- staklega ef það er staðsett mið- svæðis í sveitinni, skulu fyrirtæki þar hafa forgang um aðstoð að öðru jöfnu. Einnig er æskilegt að fyrirtæki verði sett niður þar sem jarðhiti er eða þar sem húsnæði er fyrir hendi til starfseminnar. Þá var jafnframt í áætluninni gert ráð fyrir fjárhagslegum stuðningi til Heimilisiðnaðarfélags íslands til eflingar heimilisiðnaði í sveitum landsins. Samkvæmt 9. gr. laga um Fram-, kvæmdastofnun ríkisins frá 1976 skulu áætlanir sendar ríkis- stjórninni sem gerir Alþingi grein fyrir þeim. Þá skal Framkvæmda- stofnun fylgjast með framkvæmd þeirra áætlana, sem stofnunin hef- ur samið í samræmi við ákvarðanir stjórnvalda. Framkvæmdastofnun hefur tví- vegis óskað eftir umfjöllun ríkis- stjórnarinnar um áætlun þessa en þeirri málaleitan ekki verið sinnt. Það er því miður alltof algengt að mál sem snerta langtímahagsmuni þjóðarinnar, eða hluta hennar, séu látin reka á reiðanum á meðan dægurmál, sem oft eru smá í sniðum, draga til sín alla athygli og tíma stjórnvalda. Áætlun sú sem hér hefur verið greint frá er dæmi um hið fyrrnefnda. Aðalhlutverk stjórnvalda á að vera að móta leikreglur lýðræðisins og njóta við það aðstoðar sérfræðinga, en ekki að taka þátt í leiknum sjálfum. ís- lenskir stjórnmálamenn eru komnir langt út fyrir verksvið sitt með stöðugum afskiptum sínum af minniháttar dægurmálum og á sama tíma vanrækja þeir almenna stefnumótun og lagasetningu. ■ : Lengi lifi verðbólgan. Til eru þeir, sem gleðjast yFir verð- bólgunni. Fyrirtækið Bradbury Wilkinson and De La Rue Co., sem prentar peningaseðla fyrir 60 lönd um allan heim, sér ekki ástæðu til að kvarta yfir verð- bólgunni. Hundrað prósent verðbólga, er okkar uppáhald, segir stjórnarformaður fyrirtæk- isins John Field við blaðið News- week. Því óstöðugri sem stjórn- málin eru, því betur ganga við- skiptin hjá okkur. Stjórnarbylt- ingar eru í sérstöku uppáhaldi hjá Bradbury Wilkinson. Nýir ein- ræðisherrar eiga það sameiginlegt að þeir vilja hafa mynd af sjálfum sér á peningaseðlum. Minna en Engin vinna Fullt starf Hálft starf hálft starf utan bús Bændur ............. 26 17 23 40 Aðrir .............. 12 21 38 Alls 38 38 61 254 — FREYR

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.