Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1981, Blaðsíða 32

Freyr - 01.04.1981, Blaðsíða 32
Jón G. Jónsson Steinadal Afkoma búnaðar- sambandanna fer versnandi Afundi formanna búnaðarsambandanna, sem haldinn varí Reykjavík 5. febrúar, 1981 varm.a. rættum versnandifjár- hag búnaðarsambandanna. Áfundinum varlesin uppgrein- argerð um fjármál Búnaðarsambands Strandamanna eftir gjaldkera þess, Jón G. Jónsson í Steinadal. Þar sem sama þróun hefur orðið í fjárhagsafkomu búnaðarsambandanna um land allt, leitaði Freyr eftir því að fá að birta þessa greinargerð og veitti Jón góðfúslega leyfi sitt til þess. í örfáum orðum verður hér leitast við að greina frá fjármálum B.S.S., einkum þó um öflun tekna og ráðstöfun þeirra; hverjar hafa orðið breytingar í þeim efnum á síðustu árum og hverju þarf að breyta á næstu árum. Hin allra síðustu ár hefur þurft að afla stöðugt meiri hluta tekn- anna heima í héraði. Eftirfarandi töflur sýna, hvaðan tekjur B.S.S. koma árin 1977 og 1980. Þær síðari eru bráða- birgðatölur, sem kunna að breytast örlítið: Rétt er að geta þess, að árið 1980 voru lausráðnir tveir starfsmenn hjá B.S.S. meðan héraðsráðu- nautur var erlendis við nám. Launakostnaður þeirra varð kr. 1 167 000 en af því borgaði B.í. kr. 373 511. Kemur þar að einu atriði sem virðist ábótavant. Héraðsráðu- nautum er heimilt að fara í frí í þrjá mánuði á fullum launum á 5 ára fresti. Ekki hefir verið gert neitt til þess að tryggja búnaðarsambönd- unum fjárhagslega aðstöðu til að lausráða menn í þeirra stað. Eink- um virðist það þó undarlegt eins og nú er háttað framleiðslumálum ís- lenskra bænda, þegar litið er til þess að hinn fastráðni starfsmaður fer til náms í þeirri grein, sem talin er nú einna líklegust sem aukabú- 1977 1980 Heildartekjur: Greiðslur B.f. v/ráðunauta að meðt. ferða- kr. 4 421 678 kr. 16 200 000 kostn. og launask 35.3% 34% Greiðsla úr Búnaðarmálasjóði 16.5% 12.9% Starfsfé og mælingafé 8.3% 7.6% v/sauðfjárræktarfélaga og jarðarb 16.7% 15.2% Tekjur aflað heima í héraði 22.2% 30.3% grein á íslandi. B.í. hefir sýnt full- an skilning á þessu máli. Það sýnir afstaðaþess, en betri erréttur við- komandi búnaðarsambands en fjárvana skilningur. Ráðstöfun tekna B.S.S. árin 1977 og 1980 var sem hér segir talin í hundraðshluta heildar- gjalda. Sjá töflu á næstu síðu. Hér eru talin með í launum hér- aðsráðunautar, laun lausráðinna starfsmanna kr. 1 167 000. Þar á móti kemur að yfirvinna varð minni, en ella hefði orðið, svo að láta mun nærri að heildar útgjöld hefðu orðið um kr. 1 000 000 lægri ef ráðunautur hefði ekki tekið starfsfrí á árinu. Þá hefðu 83.5% heildarútgjalda orðið vegna starfa hans. Hér er því um ákveðna þróun að ræða. Kostnað- ur vegna starfa hérðasráðunautar hefur vaxið verulega. Hjá B.S.S. má rekja þessa hækkun til kjara- samnings frá 19. febrúar 1979, en samkvæmt honum var fyrst farið að greiða yfirvinnu sérstaklega. I þessum samanburði gætir ekki úrskurðar Kjardóms um 6% hækkun launa til þeirra er taka laun eftir launakerfi B.H.M. Þannig er ljóst að enn mun þessi gjaldaliður hækka í hlutfalli við heildargjöld að óbreyttri starf- semi. 272 — FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.