Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1981, Blaðsíða 16

Freyr - 01.04.1981, Blaðsíða 16
H&-AZ Mynd 3. Gróðrarskýli með plastdúk. Mynd 2. Gróðrarskýli úr báruplasti. hér eru algeng. Gróðrarskýli geta flýtt uppskeru og aukið hana, einkum á köldu sumri. Breytileiki á milli ára og milli staða veldur því þó að ekki er unnt að alhæfa ráð- leggingar um þessi efni. A s. I. ári voru skjólbelti og skjólgirðingar talsvert á dagskrá vegna „Árs trésins“. Verður því ekki um það fjallað hér en látið nægja að staðhæfa að skjólið er forsenda fyrir vexti viðkvæmari gróðurs og gefur jafnframt mögu- leika til að heimilisgróðurhús, reitir og mismunandi gerðir plastskýla nýtist fólki til ræktunar. Ýrnsar gerðir gróðrarskýla koma til greina í matjurtagarðinn. Garðyrkjumenn nota ennþá reiti í ríkum mæli, einkum garðplöntu- framleiðendur og þeir sem lifa á ræktun útimatjurta. Algengasti umbúnaður reita er að kringum beð er slegið upp timburramma, sem t. d. er úr tveimur 1 x 6-borð- urn. Ofan á þennan ramma eru svo lagðir gluggar — sem annað hvort eru úr gleri eða plasti. Þessa glugga þarf að vera hægt að festa vel, t. d. með krækjum. Mynd 1 erskýring- arteikning af reit. Þar sést hvernig hornhælarnir eru reknir niður til að festa rammann, einnig má sjá hvar krækju er komið fyrir til að festa sjálfan gluggann. Ramminn er oft látinn halla lítið eitt mót suðri. Á myndinni er gert ráð fyrir hitarörum sem fest eru innan á rammann, en einnig er hægt að grafa niður rör undir sjálfan reitinn og hita þannig upp jarð- veginn og loftið undir gluggunum neðan frá. Slíkur umbúnaður er að sjálfsögðu aðeins mögulegur þar sem heitt vatn er til staðar, t. d. frárennsli frá íbúðarhúsum. Ef ekki er völ á slíku verður að láta sér nægja þann hita sem reiturinn fær frá sólinni. Þó má fá góðan yl við gerjun. Er þá t. d. hrossataði og gömlu heyi blandað til helminga og komið fyrir undir moldinni í reitnum. Myndir 2 og 3 sýna aðrar gerðir hlífa. í öðru tilfellinu er notað báruplast en í hinu plastdúkur. í báðum tilfellum þarf að vanda 256 FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.