Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1981, Blaðsíða 22

Freyr - 01.04.1981, Blaðsíða 22
Komin íplaslsloppa og húfu og til í hvað sem er. Pað er rétt að kynnafólkið. Talið frá vinstri: Gunnar Ágústsson, Stœrri Bæ; Agnar Guðnason, fararstjóri; Ásmund- ur Eiríksson, Ásgarði; Jónína Sigurðardóttir, Kollugili; Ragna Fossadal, Hvammi; Einar Pórhallsson, Vogum og Kristján Pórhallsson, Björk, Mývatnssveit. Á mikilli gleðistund, Sigríður Eiríksdóttir, Ásgarði, les upp Ijóð eftir aðalhagyrðing hópsins, Grím ögmundsson á Syðri-Reykjum. Petta var þakkarljóð til Áfeng- isverslunar ríkisins og forstjóra hennar. Agnar sagði að nokkrar að- finnslur hefðu komið fram um það að fólki gæfist ekki nógu gott færi á að kynnast fyrstu dagana. Sagði hann að hugmyndin væri að hafa dagskrána ekki of stranga, svo að fólki gefist næði til að hvílast þennan tíma, en erfitt væri að rata meðalveginn, sem aliir gætu sætt sig við. Annað hvort yrði dag- skráin of hlaðin eða of lítið um að vera að sumra mati. Einn dagur var frjáls, og gat þá fólk heimsótt vini og ættingja. Orlofsvikunum hefur lokið með því að Búnaðarfélag íslands og Stéttarsamband bænda hafa boðið upp á síðdegiskaffi í húsakynnum Búnaðarfélagsins. Hefur þá jafn- framt gefist tækifæri til þess að ræða málefni landbúnaðarins við forystumenn bændasamtakanna. Við höfum reynt að leggja áherslu á tvennt, sagði Agnar Guðnason. í fyrsta lagi að fólk kynnist starfsemi afurðasölufélag- anna hér í bæ og starfsemi bænda- samtakanna og í öðru lagi að fólkið kynnist hvort öðru, sem gæti þá leitt til varanlegs kunningsskapar eða vináttu milli fólks úr mis- munandi landshlutum. Undirritaður hafði tal af all- mörgum orlofsgestum og létu þeir allir vel yfir dvölinni og töldu hana hafa verið bæði gagnlega og ánægjulega. Freyr birtir hér nokkrar myndir sem eiga að gefa ofurlitla hugmynd um það sem dreif á dagana hjá or- lofsfólkinu meðan það dvaldi í höfuðstaðnum. J. J. D. Heimsókn hjá Á.T.V.R. Menn hugsa með sér: Skyldum við drekka þetta á flöskunum í göngum nœsta haust? Pað er verið að tappa gömlu brennivíni á flöskur. 262 — FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.