Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1981, Blaðsíða 17

Freyr - 01.04.1981, Blaðsíða 17
J4 c y Mynd 5. Plastdúkur yfir jarðvegshryggjum. festingar við jörð. Á mynd 3 sést hvernig notaðir eru hælar í þessum tilgangi. Kosturinn við reiti og hlífar eins og hér er lýst er m. a. sá, að auðvelt er að taka umbúnaðinn af beðinu, en það getur verið þægilegt, ef þarf að grisja, vökva, fjarlægja illgresi o. s. frv. Fastar plasthlífar hafa náð nokkurri útbreiðslu hér á landi. Er þá strekktur plastdúkur yfir t. d. beygð rafmagnsrör. Dúkurinn er festur í hæla til endanna, en til hliðanna er mokað mold ofan á. Yfirleitt er best að nota ódýran þunnan plastdúk til þessara hluta (0.05 mm) og miða þá við að nota hann aðeins einu sinni. Loftun er þá einfaldlega framkvæmd með því að skera göt efst á þekjuna. Mikilvægt er að bíða ekki of lengi með að lofta. Er stundum miðað við að ef hitinn nær 30°C þrjá daga í röð og ekki er útlit fyrir breytingu á veðri, þá verði að lofta. Einnig þarf að fjarlægja plastið þegar plönturnar eru vaxnar út í það. Mynd 4 sýnir þessa gerð plasthlífa. Á mynd 5 sést hvernig hægt er að sleppa boganum og í stað þess nota jarðvegshryggi til að halda plastinu frá jörðu. Þessi aðferð hefur náð mikilli útbreiðslu t. d. í Noregi og ætti að henta hér á landi a. m. k. þar sem ekki er mjög úr- komusamt. Plastið er venjulega fjarlægt þegar plönturnar hafa náð að vaxa upp að því, en einnig kem- ur til greina að skera göt og hleypa plöntunum í gegn. Altalað á kaffistofunni Eftirfarandi ljóðabréf mun vera eftir Pétur Jónasson, bróður Hermanns, forsætisráðherra. Hann sendi það Ragnari Ás- geirssyni garðyrkjuráðunauti Búnaðarfélagsins eitt sinn að haustlagi og hermdi þar upp á hann loforð um grænmeti, sem Ragnar ætlaði að senda honum. Ekki er sopið kálið, þótt í ausuna sé látið, enginn kemur pokinn, sú bið mér reynist hörð. Við borðið hef ég stundum út af grænfóðrinu grátið, sem get ég ekki fengið, er snærinn hylur jörð. 3 Molar í áætlun sem olíu- og orku- málaráðuneytið í Noregi hefur gert um að tryggja olíubirgðirfyrir landbúnaðinn þar í landi, er stefnt að því að helmingur af ársþörf landbúnaðarins á olíu verði á hverjum tíma geymdur á sveita- bæjum, og annað eins á stórum birgðatönkum í hverju héraði. Olíugeymar á sveitabæjum eiga að rúma tveggja ára olíunotkum og áætlað er að koma upp 50 000 slíkum geymum. í skrokki mínum ekki er arða af vítamíni, ólund býr í skapi og kvöldin gerast löng. Sendu mér nú eitthvað, að sál og líkama hlýni og sólin taki að skína um hugans rökkurgöng. Ég hlakka til er fjörefnið ég fæ í sérhvert málið, en fyrirgefðu vinur þetta árans suð og jag. Og góði besti flýttu þér og farðu að taka upp kálið, því frost og hríðar teppa veginn, — máske næsta dag. Leiðréttingar í 5. tölublaði birtust rangir myndatextar með tveimur myndum. Forsíðumyndin er af Teigi í Fljótshlíð og mynd á bls. 174 er frá Stað í Reykhólasveit. Blaðið biðst velvirðingar á þess- um mistökum. freyr — 257

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.