Freyr

Årgang

Freyr - 01.04.1981, Side 35

Freyr - 01.04.1981, Side 35
Ræktun nytjaskóga Það þótti söguleg stund á Bún- aðarþingi þegar eftirfarandi álykt- un var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. f>ó að fjölmargir bændur hafi jafnframt verið í fremstu röðum skógræktarmanna er því ekki að leyna að stundum hafa forystu- menn skógræktar- ogbúnaðarmála ekki kunnað hvern annan að meta. Ályktun: Búnaðarþing telur að hefjast beri handa um ræktun nytjaskóga á völdum stöðum, sem víðast um landið og beinir því til búnaðar- sambanda í þeim héruðum, sem álitlegust eru til skógræktar, að koma á samstarfi bænda um skóg- arbúskap eftir ákveðinni áætlun, sem gerð yrði fyrir viðkomandi héruð, (hliðstætt Fljótsdalsáætl- un). Þingið álítur, að verulegur stuðningur verði að koma til þess- arar starfsemi af hálfu ríkisins og skorar á Skógrækt ríkisins og Framkvæmdastofnun ríkisins að styðja þessa starfsemi myndarlega og efla á þennan hátt atvinnulíf sveitanna. Skorar þingið á sveitarfélög og samtök þeirra að styðja þetta starf, sem auka mundi verulega atvinnu- og framtíðar- möguleika í sveitum. Greinargerð: Ástæða er til að fagna þeim árangri, sem náðst hefur í skóg- rækt í Fljótsdal samkv. Fljótsdals- áætlun. Má segja, að þar sé hafinn skóg- arbúskapur meðal bænda á ís- landi. Nú eru margir fleiri staðir í landinu heppilegir til skógræktar, og hafa ýmsir skógarreitir áhuga- manna sannað, að víða má rækta nytjaskóg með góðum árangri. Arður af skógarbúskap skilar sér ekki fyrr en 15 til 40 árum eftir, að landið er tekið til ræktunar. Því verður þjóðfélagið að styðja þetta starf og efla um Ieið atvinnu í sveitum. í flestum löndum eru skógrækt- arverkefni að verulegu leyti styrkt eða kostuð af ríkinu, t. d. er í Noregi veitt ríkisframlag 75% af stofnkostnaði við skóg. Hér er þessu máli beint til bænda og búnaðarsambanda og hvatt tii samvinnu þeirra og Skógræktar ríkisins að þessu framtíðarmáli. BÆNDUR Smíðum: framleiðum: FLÓRGRINDUR HLIÐGRINDUR MILLIGERÐI LEIKTÆKI KERRUR VAGNA ÖLL NÝSMÍÐI ALLSKONAR SUÐUVINNA TILBOÐ — TÍMAVINNA LISTSMIÐJAN HF. SKEMMUVEGI 16 PÓSTHÓLF 4309 SÍMI 75502 FREYR — 275

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.