Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1981, Blaðsíða 18

Freyr - 01.04.1981, Blaðsíða 18
Leiðbeiningar um kornrækt Meðalþess, sem benthefur verið á að aukið getifjölbreytni í búskap hér á landi er kornrækt eða nánar tiltekið byggrœkt. Kornrækt hefur það fram yfir sumar aðrar aukabúgreinar að hún hefur verið lengi stunduð hér á landi þótt í litlum mæli hefi verið á tíðum. Á síðastliðnu sumri bárust Frey tilmæli um að birta leiðbeiningar um kornrækt fyrir vorið. Þegar skyggnst var um til að leita að mönnum til að afla fróðleiks hjá, bar tvö nöfn hæst. Þau voru nöfn þeirra Eggerts Ólafssonar á Þor- valdseyri undir Eyjafjöllum og Kristins Jónssonar tilrauna- stjóra á Sámsstöðum. Til að spara tíma og fyrirhöfn mælti fréttamaður Freys sér mót við Kristin Jónsson, þegar hann var á ferð í Reykjavík og lagði fyrir hann nokkrar spurningar um kornrækt. Hvernig land hæfir best undir kornrækt? Að öðru jöfnu er best að rækta korn í gamalgrónu túni, sem verið er að endurvinna. Tilvalið er að grípa tækifærið þegar verið er að endurbæta óslétt tún. Reynsla okkar er að best er að rækta korn í moldarjarðvegi eða vel ræstum mýrarjarðvegi. Það er með korn eins og annan nytjagróður, að forðast þarf land þar sem vatn get- ur staðið uppi í rigningartíð. Jarðvinnslan? Best er að vinnslan fari sem mest fram haustið áður en sáð er, þ. e. við frumvinnslu lands. Þar sem korn hefur verið ræktað árið áður, er nauðsynlegt að plægja landið. Rotnun á hálminum (stönglum og rótum) er svo hæg hér á landi, að hjá því verður ekki komist. Við jarðvinnsluna eftir það, má svo vinnalandið með þeim tækjum sem völ er á, á hverjum stað, svo sem tætara, hankmóherfi eða diskaherfi. Þegar þessu er lokið þarf að fara yfir landið með nokkuð þungum flagjafnara eða léttum valtara. Þó má ekki nota valtara ef sáð er með sáðvél. Ef um vorvinnslu er að ræða, þarf hún að fara fram sem fyrst á vorin og ekki síðar en um miðjan maí, ef þroskun kornsins á að takast. Sáning? Það er ugglaust best að nota þar til gerðar sáðvélar við sáningu á korni. Þá má nota áburðar- dreifara, en þó ekki kastdreifara, nema sáð sé í kross, og notkun kastdreifara krefst gífurlegrar vandvirkni. Það þarf að sá sem fyrst á vorin, en þó eru mörk fyrir því, hversu snemma má sá. Almenna reglan er, að sáning þarf að fara fram í tveimur fyrstu vikum maímánað- ar. Klaki verður að vera að mestu leyti farinn úr jörðu, þegar sáð er. Kristinn Jónsson tilraunastjóri, Sámsstöðum. Annars eyðileggst fræið, þannig að það drukknar ef það liggur í vatni. Sáðmagn? Sáðmagn er háð sáningaraðferð. Með raðsáningu þarf um 150 kg af fræi á hektara, en allt að 200 kg með dreifsáningu (með áburðar- dreifara). Sáðmagn er þó mjög háð ágangi fugla á akrinum, þ. e. svartbaks og hrafns. Þar sem ágangur er mikill, þarf að auka fræmagnið. Eftir sáningu er eingöngu valtað yfir, nema þar sem ágangur fugla er, þar þarf að fara yfir með lítið skekkt diskaherfi og valta síðan. Áburður? Nauðsynlegt er að bera áburð á sem allra fyrst eftir sáningu. Þegar áburðarmagn er ákveðið, þarf að taka tillit til frjósemi landsins um köfnunarefnisgjöf. Á gamalrækt- uðu landi er ekki ráðlegt að bera á meira en 60 kg N/ha, en á frum- ræktuðu landi má N- áburðargjöf vera allt að 100 kg. N/ha. Af áburðarblöndum á markaðnum er best að nota Græði 5, (þ. e. 17 — 17 — 17). Hann gefur best steinefnahlutfall fyrir korn. Áríðandi er að forðast skörun við áburðardreifingu. Tvöfaldur skammtur er jafn slæmur á korn og enginn áburður, vegna þess að núkið af köfnunarefni veldur því að korn þroskar ekki fræ. 258 — FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.