Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1981, Blaðsíða 11

Freyr - 01.04.1981, Blaðsíða 11
Sigfús Jónsson, Framkvæmdastofnun ríkisins, byggðadeild: Efling smáiðnaðar í sveitum Samdráttur íframleiðslu á landbúnaðarvörum virðist óhjákvæmilegur á nœstu árum. Jafn- framt leiða tækniframfarir stöðugt til fækkunar starfsfólks við hefðbundinn landbúnað. Af þessum sökum er Ijóst að mikill samdráttur verður í byggð í sveitum, ef ekki kemur til önnur atvinna þar. íþessu sambandi hafa skotið upp kollinum hugmyndir um nýjar búgreinar og um smáiðnað ísveitum. íþessarigrein verður reynt að fjalla nánarumþað hversu mikilþörf er á nýrri atvinnustarfsemi í sveitum og sagtfrá áætlun um eflingu smáiðnaðar í sveitum sem unnin hefur verið af Framkvæmdastofnun ríkisins. 1. Markmið. Mikið hefur að undanfömu verið rætt um þörf á örari iðnþróun á íslandi á næstu árum, eigi at- vinnuframboð að verða nægjan- legt í landinu. Uppbygging iðnaðar er auðveldari og ódýrari í þéttbýli en utan þess vegna mikillar fjár- festingar, sérhæfingar starfsfólks, viðgerðarþjónustu, flutninga og stöðugt stærri fyrirtækja. Efling iðnaðar í þéttbýli verður því að teljast meginverkefni iðnþróunar í náinni framtíð. Það er ljóst að í sveitum eru tals- vert margir sem vilja starfa við annað en hefðbundinn landbúnað og einnig fólk sem ekki hefur að- stöðu til arðvænlegs búrekstrar. Þá virðist samkvæmt athugunum byggðadeildar Framkvæmda- stofnunar, að fjöldi kvenna og eldra fólks í sveitum óski eftir atv- innu utan heimils af fjárhagslegum og félagslegum ástæðum. Að- gerðir hins opinbera til eflingar smáiðnaði í sveitum verða fremur réttlættar með hliðsjón af félags- legum, stjómmálalegum eða menningarlegum markmiðum stjómvalda en efnahagslegum markmiðum. Stjórnvöld hafa þeg- ar lýst yfir vilja sínum til eflingar smáiðnaði í sveitum með svo- hljóðandi ályktun Alþingis sem samþykkt var 14. maí 1979: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að beita sér fyrir sér- stökum stuðningi opinberra aðila við stofnun þjónustu- og úrvinnsluiðnaðar í sveitum. Byggðadeild Framkvæmda- stofnunar ríkisins skal falið að rannsaka möguleika smáiðnað- ar í sveitahreppum, safna hug- myndum um hugsanlegar framleiðslugreinar, kanna við- horf og áhuga heimamanna víðs vegar um land og gera áætlun um framkvæmdir. Við undirb- úning þessa máls ber einnig að taka mið af þeirri allsherjar at- hugun og tillögugerð varðandi atvinnumöguleika aldraðra, sem samþykkt hefur verið á Al- þingi. Jafnframt skal lánadeild Fram- kvæmdastofnunar ríkisins faiið að veita heimaaðilum aðstoð við stofnun fyrirtækja sem komið er á fót samkvæmt þess- ari áætlun, og skipuleggja fjár- magnsöflun til framkvæmda. Sérstaklega . ber að kanna möguleika á stofnun og stuðn- Sigfús Jónsson er stúdent frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð, árið 1971. Hann lauk síðan B.A. prófi í landa- frœði frá Háskóla íslands ogM.A. prófi í landafrœði og skipulagsfrœði frá Háskólanum í Durham í Englandi, en doktorsprófi í landafrœði lauk hannfrá Háskólanum í Newcastle árið 1980. Sigfús hefur starfað hjá Framkvæmda- stofnun ríkisins frá árinu 1979. Sigfús er sonur Jóns Porsteinssonar fyrrv. al- þingismanns. ingi við framleiðslusamvinnu- félög í sveitum. Stuðla ber að því, að veitt verði óafturkræf framlög úr Byggðasjóði eða ríkissjóði til stuðnings smáiðn- aði í sveitum, allt að 15% stofn- kostnaðar. FREYR 251

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.