Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1981, Blaðsíða 27

Freyr - 01.04.1981, Blaðsíða 27
getur alls ekki verið að ræða. Að- eins ásetningslömb eru bólusett og sjaldan fyrr en eftir sláturtíð. Annað efni sem þekkt er að því * að valda bólgu er selenlyf. Sel- enmælingar í skinnunum leiddu ekki í ljós meira magn þess í blett- unum en utan þeirra. Ekki er víst að þetta segi alla sögu, því að sút- unarmeðferð kann að hafa jafnað hugsanlegan mun. Mælingin styð- ur ekki að selenlyf hafi valdið skemmdunum en útilokar það engan veginn. Mæling á hráum skinnum kynni að gefa öruggara svar. Enn má nefna efni, sem valdið getur bólgu en það er vítamín í olíu og ýmis önnur efni í olíuupplausn, eins og vikið er að hér fyrr. Sé nægilegt hreinlæti viðhaft er þó ekki hætta á langvinnum eða ill- kynjuðum bólgum, sem skemma skinnið varanlega. Hvenær sem er getur þó grafið út frá sprautu- stungu, ef óheppnin er með, jafn- ** vel þótt efnið sé meinlaust, sem sprautað var. Þá hafa fjölmargir ígerðarsýklar mengað nálefni eða sprautu, eða þá að mótstaða líkamans var ekki nægilega öflug til að stöðva ígerðina í byrjun. Best er því að temja sér hreinlætisháttu og aðgát sem dugar við slæmar aðstæður. Við því má búast að verðfelling á gærum með skemmdir af þessu tagi fari að bitna beint á eigendum kindanna. Á næsta leiti er aukin áhersla á ræktun fjár með tilliti til eiginleika ullar og skinns. Nú þeg- ar er talað um sérmerkingu gær- anna frá hverjum fjáreiganda fyrir s'g- Hvað er til ráða: Bregðast þarf við göllum af þessu tagi á gæruskinnum með tvennu móti: 1. Auka hreinlæti við sprautun. 2. Færa sprautustað. Einfaldasta ráð til að auka hreiniæti við sprautun er að nota Stórí blet.urínn neðst á myndinni stafar að líkindum af ófullnœgjandi hreinlœti við sprautun. Pað hefur vessað og e. t. v. grafið úr smágötum neðst í blettinum. Smádílar á skinninu geta veríð af völdum hrýfis, en það ersmitandi húðsjúkdómur. (Ijósmynd Sig. Sigurðarson.) sem mest litlar plastsprautur, sem eru mjög ódýrar. Þær er hægt að fá sérpakkaðar í dauðhreinsuðum umbúðum 2ja, 5 og 10 miliilítra að stærð. Einnota nálar sérpakkaðar hver fyrir sig eru einnig fáanlegar. Með þessum útbúnaði má spara mikla vinnu við suðu. En athugið að ekki má nota plastsprauturnar oft (þá er beinlínis um afturför að ræða í hreinlæti) og ekki nema fyrir eina tegund af lyfi eða efni. Best er að skipta um nál í hvert sinn sem lamb er sprautað. Það er atriði, sem bent hefur verið á til að forðast smitburð innan fjárhóps (t. d. á riðuveikibæjum). Nauð- synlegt er að geyma lyf á svölum stað varin fyrir hitasveiflum og beinu sólarljósi. Með því að leggja sig fram á þessu sviði má bjarga ófáum lambslífum. Þar að auki hlyti að fækka skemmdum eins og þeim sem lýst var hér að framan. Um sprautustað er það að segja, að hann má að skaðlausu færa fram á hálsinn, jafnvel fram undir haus. Til greina kemur einnig að sprauta innan á læri. Record- eða Luer-sprautur: Þess er að lokum að gæta, að á markaði hafa verið 2 gerðir af sprautum úr plasti og hefur orðið að fá nálar eftir því. Record- sprautur hafa grennri stút, sem nálarnar eru festar á og verður að biðja um record-nálar fyrir þær. Luer-sprautur hafa gildari stút fyrir nálarnar en fyrir þær verður að fá Luer-nálar. Við báðar þessar sprautugerðir er hægt að fá misjafnlega víðar eða grófar nálar og misjafnlega langar. Notið ekki of grófar eða óþarflega langar nálar það getur beinlínis stuðlað að skemmdum á skinnum vegna langvinnrar og leiðrar bólgu. Einnig er hætta á því að lyfið eða efnið leki út um gatið aftur, ef nálin er of gróf en óhreinindin og bakteríurnar verði eftir inni. Hafið samráð við dýralækni um útbúnað, sprautustað og sótt- hreinsiefni. Leitið einnig uppiýs- inga um það, hvaða efnum má sprauta í vöðva og hvenær á að sprauta undir húð. ■ FREYR — 267

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.