Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1981, Síða 7

Freyr - 01.06.1981, Síða 7
Kornrækt Þess verður vart, að áhugi á kornrækt hér á landi fer vaxandi um þessar mundir. Það er eitt með öðru jákvætt við þennan áhuga, að hann kemur frá bændum sjálfum, sem hyggjast fikra sig áfram án þess að stofna til mikilla fjárfestinga né útgjalda fyrirfram í vélakaupum og þurrkunar- búnaði. Annað, sem eykur trú á, að þessi áhugi beri varanlegan árangur, er, að kornrækt á sér orðið nokkra sögu, þar sem skipst hafa á skin og skúrir, en af hvoru tveggja hefur þekking manna aukist á þessari búgrein. Vart verður minnst á komrækt hér á landi á þessari öld, svo að nafn Klemensar Kr. Krist- jánssonar, tilraunastjóra á Sámsstöðum, verði ekki nefnt. í um hálfa öld ræktaði hann korn á Sámsstöðum og hélt uppi áróðri fyrir kornrækt. Hann öðlaðist þá reynslu, að á sjö af hverjum tíu árum þroskaðist kornið, en jafnvel þau ár, sem kornið náði aðeins linum þroska, gaf það verð- mæta uppskeru af grænþroskuðum hálmi. Um leið benti hann á, að kartöflurækt er heldur ekki árviss hér á landi, en þau árin, sem hún bregst, er tapið tap og ekkert bætir það upp eins og hálm- urinn kornið. Þetta breytir því þó ekki, að kartöflurækt lifir góðu lífi hér á landi, þótt hún verði fyrir áföllum öðm hverju. Á sjötta áratugi þessarar aldar reis hér á landi kornræktarbylgja, sem stóð í nokkur ár eða allt til þess að kólnaði í veðri frá og með árinu 1965. Með Sámsstaði að fyrirmynd var farið að rækta kom á ýmsum stöðum í Rangárvallasýslu. Korn var ræktað í Austur-Skaftafellssýslu, á Héraði, í S.-Þingeyjarsýslu, í Eyjafirði og e. t. v. víðar. Kornþreskivélar voru keyptar og þurrkarar. Sums staðar var lagt út í mikla félagsræktun korns og menn dreymdi stóra drauma um fram- tíð þessarar búgreinar. Þótt kólnun í veðurfari skipti sköpum um, að kornrækt héldi stöðu sinni og breiddist áfram út, þá reyndist við fleiri örðugleika að etja. Þekk- ing á því, hvaða jarðvegur hæfði til kornræktar var ekki nóg um það leyti. Reynslu vantaði um eiginleika hinna mismunandi byggstofna. Sumir reyndust ekki veðurþolnir, þannig að kornið fauk úr axinu, og aðrir of seinþroska. Þessi atriði og önnur, svo sem vorþurrkar, gæsir, sem lögðust á akrana á haustin, annir við önnur bú- störf, sauðburð á vorin og fjárrag á haustin, svo að nokkur atriði séu nefnd, leiddu til þess að tregðu gætti á að taka upp þráðinn aftur við kornræktina, þegar kuldatímabilinu slotaði fyrir um áratugi. Við það bættist að kornskurðarvel- arnar höfðu gengið úr sér og voru vart nothæfar eftir að hafa staðið ónotaðar um árabil. Á tveimur stöðum hélst þráðurinn óslitinn. Á Tilraunastöðinni á Sámsstöðum hélt Kristinn Jónsson uppi merki Klemensar Kr. Kristjáns- sonar og á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum hafa Eggert Ólafsson og synir hans ræktað korn óslitið síðan um 1960. Seint verður fullþakkað að kornræktin skuli hafa staðið óslitið á þessum stöðum. Með hverju árinu hefur bætst í reynslu- forðann og þeir sem nú vilja slást í hóp korn- ræktarmanna, eiga aðgang að þessari þekkingu. Nú er reynsla komin á, hvaða stofnar byggs það eru, sem eru veðurþolnir og nægilega fljót- sprottnir fyrir íslenskt veðurfar. Nú er vitað, hvaða jarðvegsgerð hæfir best til kornræktar. Nú eru til aðferðir, sem hafa litlar fjárfestingar í för með sér, við að geyma kornið. í Rangár- vallasýslu hyggjast bændur láta þurrka kornið í graskögglaverksmiðju, og nú er einnig fengin reynsla á að súrsa komið í loftþéttri geymslu. Nú er vitað að komast má hjá því að uppskera kornið með þreskivél, því að unnt er að slá axið af stönginni með sláttutætara. Og að lokum er nú vitað töluvert meira en áður um fóðrun með íslensku korni, þurrkuðu sem súrsuðu. í grein eftir Hermann Bridde, bakarameist- ara, í 8. tbl. Freys, fjallar hann m. a. um reynslu sína af að nota íslenskt korn í brauð. Hann vekur í framhaldi af því athygli á að innlend kornrækt sé eðlilegur þáttur í almannavörnum þjóðar- innar. Undir það skal tekið hér. M. E. freyr — 407

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.