Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1981, Síða 8

Freyr - 01.06.1981, Síða 8
Olafur Jónsson, Akureyri F. 23. 3. 1895 D. 16. 12. 1980 Hinum þá of fámenna hópi ís- lenzkra búfræðikandidata bættist óvenju mikill og góður liðsauki, er á árunum 1923 til 1925 braut- skráðust sjö Islendingar sem bú- fræðikandidatar frá Landbúnaðar- háskólanum í Kaupmannahöfn. Allir komu þessir kandidatar heim að námi loknu og sex þeirra urðu starfsmenn landbúnaðarins ýmist hjá bændasamtökunum eða ríkinu. Eftir þá liggja merk og margþætt störf. Einn úr þessum hópi, Ólafur í Gróðrarstöðinni á Akureyri, eins og hann var nefndur, var brott kallaður hinn 16. desember 1980, háaldraður og þrotinn að kröftum. Hann hét fullu nafni Ólafur Björg- vin Jónsson og var fæddur að Freyshólum í Vallahreppi hinn 23. marz 1895, austfirskur í báðar ættir, sem ekki verða raktar hér, en vísað til minningarþátta Ólafs „Á tveimur jafnfljótum,” þar sem hann rekur ættir sínar. Fyrstu 11 bernskuárin var Ólaf- ur með foreldrum sínurn á Freys- hólum, þar sem þau bjuggu litlu búi. Vorið 1906 brugðu þau búi og fluttu með börn sín til Reykjavík- ur, þar sem þau réðust að kúabúi í Bráðræði. Dvöl fjölskyldunnar syðra varð aðeins eitt ár. Vorið 1907 flytja þau aftur til átthag- anna. Ólafur varð eftir það að spila upp á eigin spýtur. Hann réðst til vandalausra og dvelur næstu 7 árin á þrem bæjum í Útmannasveit, fyrst sem matvinnungur, en eftir fermingu sem vinnumaður. Hann var svo lánsamur, að þau heimili, sem hann vann á, voru ágæt menningarheimili, þar sem var nokkur bókakostur, svo að Ólafur, sem var bókhneigður, gat stundað dálítið sjálfsnám, en um skóla- göngu var þá ekki að ræða. I Út- mannasveit lærði Ólafur hefð- bundin bústörf, heyskap með handverkfærum, fjárgeymslu á vetrum meðan enn var staðið yfir og mokað ofan af fyrir sauðfé. Einnig vandist hann ungurerfiðum ferðalögum oftast fótgangandi eða á skíðum, en aðdrættir allir voru erfiðir og langsóttir í Útmanna- sveit. Vorið 1914 ræðst Ólafur vinnu- maður að stórbýlinu Egilsstöðum á Völlum, þar sem Sveinn Jónsson var að taka við verkstjórn og bús- forráðum af föður sínum, Jóni Bergssyni. Á Egilsstöðum líkaði Ólafi vel, fannst margt hægt að læra og taldi Svein besta húsbónda, sem hann starfaði hjá á ævinni. Eftir ársdvöl á Egilsstöðum var Ólafur tvítugur, hafði haldið sam- an vinnutekjum sínum og þráði að afla sér meiri menntunar en sjálfs- námið eitt gaf. Mesta löngun hafði Ólafur til að fara í gagnfræða- og síðar menntaskóla, en taldi sig ekki hafa efni á því. Fór hann því í Bændaskólann á Hvanneyri haust- ið 1915. Á Hvanneyri líkaði Ólafi skólavistin vel. Hann dáði skóla- stjórann, Halldór Vilh jálmsson, og kennaraliðið sem frábæra fræðara og lærifeður. Sumarið 1916 á milli skólavetr- anna var Ólafur kaupamaður á Hvanneyrarbúinu hjá skólastjóra. Næsta vetur var hann kjörinn ann- ar af tveim heimavistarstjórum skólans, er sýnir, að snemma vann hann sér traust. í minningum sín- um segir Ólafur í lok skólavistar á Hvanneyri: „í vitund minni verður þessi dvöl mín á Hvanneyri einn samfelldur sólskinsdagur. Hvort tveggja var, að ég naut námsins og það var mér ekki erfitt.....Hefi ég líklega aldrei verið sáttari við tilveruna en þessi missiri á Hvann- eyri.” Að lokinni skólavist hvarf Ólaf- ur til átthaganna. Gekk alla leið til Egilsstaða til þess að sjá landið og kynnast nokkuð fólki og búmenn- ingu, þar sem leið hans lá. Hann var þá ráðinn til starfa á búi Þor- steins, kaupfélagssstjóra í Kolls- staðagerði, þar sem faðir Ólafs var ráðsmaður. Var það Ólafi óbland- 408 — FREYR

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.