Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1981, Blaðsíða 10

Freyr - 01.06.1981, Blaðsíða 10
Ólafur Jónsson á Akureyri. Mvndin er tekin um 1950. sem ráðunautur í nautgriparækt, en til þess tíma voru störf hans fyrst og fremst tengd jarðræktinni. í þessu starfi naut Ólafur sín líklega betur en í nokkru öðru, þótt allsstað- ar hefði hann getið sér hróðurs og virðingar, hvar sem hann lagði huga eða hönd að verki. Nú stóð Ólafur heldur ekki einn á víglín- unni eins og lengst af áður, þegar afla þurfti fjár til eflingar búnaðar- framförum þeim, sem hann vann að. Nú naut hann þess, að hinn ráðsn jalli og giftudr júgi samvinnu- maður og leiðtogi eyfirskra bænda í nautgriparækt og ótal framfara- málum, Jónas Kristjánsson, mjólkurbússtjóri, var formaður SNE og hafði alltaf verið driffjöð- ur þess. Jónasi hafði alltaf tekist, að fá bændur, þótt gætnir væru, til þess að Ieggja fram fé til nauðsyn- legrar félagsmálastarfsemi. Nú var líka tekið til höndum og byggð upp glæsileg afkvæmarannsóknastöð fyrir nautgripi í tengslum við Sæð- ingarstöð SNE að Lundi ofan við Akureyri. Lánið lék við Ólaf. Ágætur bústjóri Sigurjón Steins- son, búfræðikandidat, réðist að Lundi. Samstarf þeirra Ólafs, Sig- urjóns og stjórnar SNE var ágætt enda árangurinn eftir því. Búskap- urinn og umgengni öll var sönn fyrirmynd og afkvæmarannsókn- irnar voru gerðar af frábærri ná- kvæmni og skyldurækni. Ólafur gerði upp allar niðurstöður jafnört og þær lágu fyrir, enda vanur því frá tilraunastarfseminni í jarðrækt. Árangurinn lét ekki á sér standa, kúastofn Eyfirðinga og raunar landsins alls tók örum framförufri enda nautgripasæðingar þá ört vaxandi unt land allt og önnur af- kvæmarannsóknarstöð starfrækt á Suðurlandi. Ráðunautsstarfinu hjá SNE gegndi Ólafur til sjötugs, en þá lét hann af öllum opinberum störfum. Þótt hér hafi stuttlega verið rak- in aðalstörf Ólafs Jónssonar, sem hann var ráðinn til á lífsleiðinni, er enn ógetið félagsmála, er hann var kjörinn að gegna og tómstunda- iðju hans. Ólafur var kjörinn á Búnaðar- þing 1928 og átti þarsæti óslitið til 1954. Hann var bæjarfulltrúi á Akureyri 1929-1934 og formaður Búnaðarsambands Eyjafjarðar frá stofnun þess 1932 til 1954. Bún- aðarfélag íslands réði Ólaf sem ritstjóra Handbókar bænda 1950, og gengdi hann því starfi til 1960 og mótaði það verk af sinni al- kunnu smekkvísi og skynsemi, svo að bókin náði þegar frábærri út- breiðslu,sem haldist hefuræsíðan. Á Búnaðarþingi eins og annars staðar var Ólafur mikilsmetinn áhrifamaður. Hann átti jafnan sæti í jarðræktarnefnd þingsins og gætti áhrifa hans mjög á afgreiðslu mála frá þeirri nefnd. Ólafur var aldrei jábróðir heldur mjög sjálfstæður og einbeittur í skoðunum. Af sum- um var hann talinn einþykkur og ekki mikill félagshyggjumaður. Hið fyrra var rétt, en hið síðara rangt. Ólafur var einlægur og traustur félagshyggjumaður, sem bezt reyndist þegar mestu skipti, en forðaðist yfirlæti og skrum um áhuga sinn á gildi félagshyggjunn- ar. Ólafur taldi sig ekki pólitískan, en eins og flestir slíkir menn fylgdi hann lengi Sjálfstæðisflokknum að málum og var kjörinn sem slíkur á Búnaðarþing af Búnaðarsambandi Eyjafjarðar og skipaði sér jafnan í þá sveit, þegarpólitísk átök urðu á Búnaðarþingi á fjórða tugi aldar- innar og fram á fimmta áratuginn. En ávallt reyndist Ólafur traustur og heill stuðningsmaður Búnaðar- félags íslands og Búnaðarþings. Á þennan þátt í skapgerð og skoðun Ólafs reyndi mest í átökunum, sent urðu út af afskiptum Búnaðarþings af verðlagsmálum landbúnaðarins á síðari hluta stríðsáranna áður en 410 — FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.