Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.06.1981, Qupperneq 13

Freyr - 01.06.1981, Qupperneq 13
Við hönnun súgþurrkunarkerfa er leitast við að hafa kerfin það rúm, að lofthraðinn fari ekki yfir 5-6 m/ sek. Aukinn lofthraði veldur auk- inni mótstöðu. Nauðsynlegt er að aðgæta á hverju vori, hvort heyrusl hefur fallið niður í kerfið og hreinsa þá undan stokkum og grindum. Prengingar í kerfinu valda óþarfa mótstöðu. Loftinntaksopið á blásaraskúrn- um þarf einnig að vera nægilega stórt, 1.0-1.5 m2 að lágmarki. Sjálfsagt er að hafa fleka með neti á í opinu þannig að óvitar komist ekki að vélunum, einnig er nauð- synlegt að útbúa hlíf yfir reimar á milli blásara og mótors. Reimar skal ekki strekkja um of, þar sem það veldur auknu álagi á legur blásara og mótors. Nauðsynlegt er að athuga reglulega smurningu á legum og endurnýja feitina, jafnvel þótt ekki séu smurnipplar á legu- húsinu. Auðvitað verða súgþurrkunar- tækin að vera í samræmi við hlöðu- stærð. Þeir bændur, sem enn eru með gömul og afkastalítil tæki frá þeim tíma, þegar rafaflið var ákaf- lega takmarkað, ættu að athuga í samráði við ráðunauta hvort hag- kvæmt sé fyrir þá að skipta yfir í afkastameiri búnað. I.oftmótstaða á mörkum kerfis og heystæðu Þar sem loftið fer úr kerfinu upp í heystæðuna verður veruleg mót- staða vegna þess að „snertiflötur” lofts og heystæðu er einungis lítill hluti af hlöðugólfinu. Ýmislegt er unnt að gera til þess að minnka mótstöðuna hér: 1. í rimlakerfi þarf hlutur loft- rásanna helst að vera 20-30% af heildargólffleti hlöðunnar. í eldri kerfum eru rifurnar oft ekki nema 3,5 -4.0 cm á breidd en rimlar 10 cm breiðir. í litlum hlöðum er þá hlutur loftrása oft innan við 10% af gólffletinum. Línuritið á mynd 2 sýnir glöggt, hve mótstaðan eykst gífurlega við minnkandi hlutfall loftrása. Sjálfsagt er að endurbæta slík kerfi með því að færa rimlana sundur þannig að rifubreiddin verði a. m. k. 5-6 cm. Jafnframt væri rétt að mjókka rimla ef það er gerlegt styrkleika vegna án þess að fjölga burðarbitum undir rimlun- um. Það er auðvelt að rista utan af rimlunum með rafmagnshjólsög. 2. Að auki skal gera eftirfarandi ráðstafanir, ef hirt er laust hey: Leggja skal planka á rönd eða sí- vala girðingastaura þvert ofan á rimlana með um 50 cm millibili. Nota má stutta búta, sem auðvelt er að tína burt á vetrum jafnóðum og gefið er niður í gólf. Dreifa skal síðan þunnu lagi af vel þurru, grófu heyi yfir rimlagólfið. Þegar heyið leggst yfir staurana, myndast dá- lítið holrúm sitt hvoru megin við þá, sem auðveldar loftinu leið upp úr kerfinu í heystæðuna. 3. Þegar hirt er bundið hey, skal raða neðsta baggalaginu þannig að á rimlakerfið, að dálítið bil sé á milli bagganna. Næsta lagi skal þéttraða. 4. í stokkakerfum, þar sem greinistokkar úr timbri liggja ofan á gólfinu og loftið fer út undan þeim sitt hvoru megin, á það yfir- leitt greiða leið upp í heystæðuna. Laust hey leggst þannig yfir stokk- ana að heystæðan verður tiltölu- lega laus í sér meðfram þeim. Þeg- ar böggum er raðað á milli stokk- anna skal hafa dálítið bil á milli bagga í neðsta laginu. Gott er að rifan undir hliðum greinistokkanna sé 7-10 cm breið og ofan á stokkunum mega gjarn- an vera 5-6 cm breiðar rifur á milli borða. mm /S Loftmótstaða í súgþurrkunarkerfi, (rimlakerfi), við mismunandi flatarmál loftrása upp úr kerfi og mismunandi hœð heystæðu. Gengið er út frá lofthraðanum 0.1 m/sek í heystœðu, sem er heldur meiri lofthraði en almennt gerist í súgþurrkunar- hlöðum hér á landi (Heimild: Bjarni Guðmundsson. Fjölril um heyverkun. Bœndaskólinn á Hvanneyri, 1974). FREYR — 413

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.