Freyr

Årgang

Freyr - 01.06.1981, Side 15

Freyr - 01.06.1981, Side 15
Ari Teitsson Hugleiðingar um súgþurrkun. Undirritaður hefur með hjálp góðra manna komist yfir nauðsyn- leg mælitæki til að gera athuganir á súgþurrkun hjá bændum. Hafa verið skoðaðar súgþurrkanir hjá um 100 bændum í S-Þingeyjar- sýslu á sl. þremur árum og víða gerðar tillögur um breytingar og lagfæringar. Ekki skal hér lagður dómur á notagildi þessa fyrir áðurnefnda bændur, en víst er að sú þekking og reynsla sem undirritaður hefur öðlast verður bændum ekki að gagni, nema henni sé komið á framfæri og er það tilgangur greinarstúfs þess, sem hér fer á eftir. Afköst súgþurrkunar Heildarafköst hverrar súgþurrk- unar árlega ráðast af lengd súg- þurrkunartíma og afköstum á tímaeiningu. Lítið er unnt að gera til að lengja súgþurrkunartíma, en þó má benda á, að friðun snemmsprott- inna túna fyrir vetrarbeit ásamt áburði tímanlega að vori, hjálpar til, að unnt sé að slá fyrr en ella og Iengja þar með súgþurrkunartíma. Sömu áhrif getur ræktun snemm- sprottinna grastegunda (háliða- grass) haft. Miklu fremur getur bóndinn haft áhrif á afköst á tímaeiningu, en þau ráðast einkum af þurrkun- argetu loftsins og því loftmagni sem fer gegnum heystæðuna á hverri tímaeiningu. Þurrkunargeta lofts Ekki er auðvelt að hafa áhrif á þurrkunargetu loftsins, nema völ sé á heitu vatni eða öðrum ódýrum orkugjafa til hitunar þess. Þó má benda á, að æskilegra er að taka loft inn sólarmegin við byggingar og aukast áhrif sólar, ef fletir um- hverfis loftinntakið eru dökkir. Ennfremur þarf rækilega að varast að taka inn í súgþurrkun það loft, sem kemur upp úr heystæðu við súgþurrkunina. Loftmagn á tíniaeiningu Margir þættir, sem eru í mannlegu valdi, hafa hins vegar áhrif á það loftmagn sem í gegnum eitt súg- þurrkunarkerfi fer. Meðfylgjandi tafla er gott dæmi um ýmsa þætti sem máli skipta við val og notkun súgþurrkunartækja. Tatla þessi er byggð á prófunum Bútæknideildar 1980 og blásarinn J. S. 13 er sambærilegur við H 22 að afköstum og aflnotkun. Af töflunni sést m. a. að hægur snún- ingur blásara nýtir aflið betur en hraður snúningur, og því meiri sem mótstaðan er, því minni verður blástur á hvert notað kw. Nú er það afl, sem tiltækt er hverju sinni, takmarkað, og al- gengt er að bændur séu með marktaxta á rafmagni og noti það afl, sem þeir hita upp með að vetri til súgþurrkunar að sumri, en það afl er oftast á bilinu 8—12 kw. Þannig er aflið raunar oftast fastur þáttur og a. m. k. er öruggt að aukið afl kostar aukin fjárútlát. Því verður að leggja höfuðáherslu á hinn þáttinn, þ. e. bestu nýtingu ákveðins afls. Þar er oft mikið að vinna, sem t. d. má sjá af töflunni. Þar kemur fram að nær sömu af- köst mælt í loftmagni fást við 1060 sn./mín. 30 mm mótþrýstingog7,6 kw. og við 1310 sn./mín 80 mm mótþrýsting og helmingi meira afl eða 15,3 kw. Undirstrikar þetta nauðsyn þess að athuga vel þá Aflnotkun og afköst J. $. 13 súgþurrkunarblasara Mótþrýstingur Afköst Aflnotkun Afköst/Afl mm vatnss. m3/sek. kw. m3sek./kw. Við 1(160 sn./mín. Við 1310 sn./mín. 30 8,1 7,6 1,07 40 7,5 7,8 0,96 50 6,9 8,1 0,85 60 6,3 8,2 0,77 70 5,5 8,2 0,67 80 4,4 8,0 0,55 30 10,8 14,5 0,74 40 10,4 14,6 0,71 50 9,9 14,7 0,67 60 9,4 14,7 0,64 70 8,9 14,8 0,60 80 8,4 15,3 0,55 FREYR — 415

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.