Freyr

Volume

Freyr - 01.06.1981, Page 16

Freyr - 01.06.1981, Page 16
þætti sem þarna hafa áhrif. Sjálf- sagt er þannig að kynna sér afl- nýtingu blásara við það afl og að- stæður sem tiltækar eru áður en gerð og snúningshraði nýs blásara er valin. Hinn þátturinn, þ. e. mótstaða, sem mætir loftinu frá blásara á leið þess upp úr heystæðu, skiptir þó ef til vill meiru máli, en margt er hægt að gera til að draga úr þeirri loft- mótstöðu. Loftmótstaða í súgþurrkunarkerf- um Mest er loftmótstaða yfirleitt á mörkum kerfis og heys. Er það vegna þess á hve litlum hluta af heildargólffleti hlöðunnar loft og hey mætast. Þessi flötur þarf helst að vera 30% af heildargólffleti, sem nær útilokað er að ná í venju- legum ristakerfum. Vegna þessa hafa margir bændur farið í að rífa upp gömul ristakerfi og auka bil milli borða, en þetta er bæði mikið verk og auk þess verður oft erfitt að ganga um kerfin. Til er betri aðferð til að bæta þarna um. Er þá gamla kerfið látið halda sér, en þvert á ristaborð í kerfinu eru lögð borð eða plankar á röð, myndast þá hús meðfram plönkunum, þeg- ar fyrsta heyið fellur yfir þá (þurrt gróft hey best) og þar mætast þá hey og loft á mun stærri fleti en í rifum á ristinni. Best er að þessi borð eða plankar séu stutt (mega gjarnan vera gamalt spýtnarusl) og er þá auðvelt að tína þá burt jafn- óðum og gefið er í gólf. Gott er að ætla 1 m í planka á hvern fermetra í hlöðu, en mun minna magn kemur þó að góðu gagni. Við byggingu nýrra kerfa er nú sjaldan höfð rist, heldur svo kallað stokkakerfi þar sem loftstokkar dreifa loftinu í stað ristar. Algengt hefur verið að hafa aðalloftstokk steyptan og niðurgrafinn, en miklu ódýrara er að hafa bæði aðalstokk og stokka út frá honum ofanáliggj- andi og eins opna og unnt er. Þjónar aðalstokkur þá jafnframt sem loftdreifistokkur. Séu síðan stokkarnir smíðaðir í smáum ein- ingum er auðvelt að taka þá burt jafnóðum og gefið er og er þá öll umferð og not af hlöðugólfinu greið. Sjálfsagt er þá fyrir sauð- fjárbændur að smíða hluta af stokkunum þannig að þeir séu hentugir vorgarðar fyrir sauðfé um leið og þeim er snúið við. Athug- anir bæði hérlendis og erlendis hafa sýnt að lofthraði gegnum heystæðu hefur mikil áhrif á loft- mótstöðu. Algengt er, að menn tvískipta súgþurrkunarkerfi í hlöðum og blása aðeins í annan hluta hlöðunnar í einu. Mér virðist þó að í flestum tilfellum megi reikna með að a. m. k. 50% meira loft fari í gegnum súgþurrkunina hjá flestum bændum ef þeir blása í bæði hólf í einu í stað annars hólfs. Virðist því sjálfsagt í flestum til- vikum að reyna að blása yfir stóran hlöðuflöt í einu eftir að lágmarks- heyþykkt (1,5—2m.) er náð, en þannig fæst mest heildarþurrkun. Þá er og mikilvægt að heyið nái ekki að falla saman áður en það þornar en slíkt getur hæglega gerst á einni nóttu. Þekki ég mörg dæmi þess frá eigin mælingum að hey sem hefur hitnað nokkuð í, svo að það hefur sigið verulega, hleypir nær engu lofti gegnum stæðu, þannig að segja má að súgþurrkun í þeim hlöðuhluta eða hlöðu sé úr leik á því sumri. Þetta er auðskilið, ef skoðaðar eru töflur um vaxandi mótstöðu í heystáli við aukinn þunga (Handbók bænda 1976). Unnt ætti að vera með góðu súgþurrkunarkerfi og hæfilegu loftmagni á fermetra og stöðugum blæstri, rneðan hey er blautt, að tryggja, að þrýstingur í súgþurrk- unarkerfi liggi á bilinu 20—40 mm vs. í nær fullri hlöðu. Algengt virðist hins vegar við mælingar á eldri súgþurrkunum hjá bændum að finna þrýsting frá 60—100 mm vs. Með tilvísun í töflu hér að framan sést, að hér er ekki svo lítið að vinna í að auka súgþurrkun í raun. Aðrir þættir Þá eru enn ótalin nokkur atriði sem geta skipt verulegu máli við súgþurrkun. Fyrir kemur að jöfnun í hlöðu er ekki betri en það að helmingi meira loftmagn kemur uppúr hey- stæðu milli heyhauga en á þeim. Ekki er nóg með að þetta dragi úr nýtingu súgþurrkunar heldur verða heyhaugar til þess að minna sígur í hlöðum þannig að hlöðu- pláss nýtist verr og erfiðara er að ná heyinu að vetri. Fyrir 30 árum man ég eftir að reynt var að troða með veggjum þegar hækka tók í hlöðum. Nú virðist þessu hætt. Samkvæmt mínum mælingum er þó full ástæða til þessa í flestum hlöðum enn og í nýjum stálgrindahlöðum er mikil troðsla með veggjum raunar for- senda þess að viðunandi nýting verði á súgþurrkuninni. Margir hafa þann sið að láta súg- þurrkunarblásara ganga allan sól- arhringinn meðan á annað borð er blásið. Er það vissulega betra en blása aðeins úr hita. Þó er rétt að hafa í huga, að algengt er, að þegar ekki er mjög blautt hey í hlöðu, þornar heyið ekki frá kl. 10 að kvöldi til kl. 8 að morgni. Lokaorð Hér að framan hefur verið drepið á nokkur atriði sem bændur þurfa að fylgjast með og kunna skil á hver hjá sér. Þótt víða séu þessi atriði í góðu lagi er þó trú mín sú að annars staðar megi fá mun meira út úr þeim tækjum og því afli sem tiltækt er á hverjum stað, en það er ein- mitt í anda núverandi landbúnað- arstefnu, að hver búi betur að sínu og nýti alla þætti búskaparins sem best. 416 — FREYR

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.