Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1981, Blaðsíða 18

Freyr - 01.06.1981, Blaðsíða 18
Nýliðunarferill samkvæmt kenningu Rickers. Par sem brotalínan sker feril- inn, eru viðhaldsmörk stofnsins. Hvert hryggningarpar skilar tveimur hrygn- ingarfiskum til nœstu kynslóðar. mynd 1 er að megindrættirnir eru reglulegar sveiflur: Tímabil með minnkandi og vaxandi veiði, greinileg hámörk og lágmörk eru á milli. Ef aflinn gefur rétta mynd af stærð göngunnar (lítill afli — lítil ganga, og öfugt) og æviferill laxins 4—8 ár, bendir 1. mynd til þess að tiltölulega veikir árgangar gefi af sér stórar göngur nokkrum árum seinna en stóru göngurnar (stór hrygningarstofn) gefi aftur á móti litlar göngur. betta bendir til þess að skýringa á sveiflunum megi leita í þeim áhrifum sem stærð hryging- arstofns hefur á fjölda nýliða eins og Ricker benti á 1954. (Ricker, W. E 1954). Dánartala fiskseiða er ýmsum duttlungum háð, t. d. breytilegum umhverfisþáttum, svo sem hita, kulda fæðuframboði, afráni og fleiru, en Ricker hélt því fram að dánartalan væri einnig háð fjölda seiðanna. Þetta er raunar auð- skilið, því ef fæðu og plássi á upp- eldisstöðunum eru einhver tak- mörk sett, þá verður meiri barátta um lífsrúmið eftir því sem seiðin eru fleiri, og hlutfallslega fleiri láta lífið í þeirri samkeppni. Til þess að sýna fram á þetta þá gerði hann samanburð á fjölda hrygningar- fiska ákveðin ár, og fjölda nýliða (nýliði = fiskur af veiðanlegri stærð sem bætist í fiskstofninn) sem hrygning gaf af sér. Þannig fékk hann samhengi það sem sýnt er á mynd 2. Fjöldi nýliða eykst til að byrja með mjög hratt þegar hrygningarstofninn vex, og nær hámarki (besta nýting hrygningar- stofnsins). Síðan gerist það óvænta, nýliðum fækkar sé hrygn- ingarstofninn aukinn enn meir. Til þess að skilja kenningu Rick- ers betur, er rétt að rifja upp hvernig æviferli laxins er háttað. Lífsferill laxins. Laxinn hrygnir í ánni að hausti og hrognin klekjast út vorið eftir. Seiðin eru í ánni 2—5 ár, og ná á þeim tíma nauðsynlegum þroska til þess að geta gengið í sjó. Dvalar- tíminn í ánni er mismunandi vegna ýmissa ytri og innri skilyrða sem stjórna bæði fjölda seiða sem upp komast og vaxtarhraða þeirra. Á з. —6. vori ganga laxaseiðin til sjávar og koma aftur í ána 1—3 árum síðar til að hrygna og hafa þau vaxið gríðarlega við dvölina í sjónum. Laxaseiði er um 25 g þegar það fer í sjó, ári síðar er laxinn orðinn и. þ. b. 2,5 kg (smálax), og eftir 2 eða fleiri ár í sjónum er hann enn þyngri. Mesturhluti laxinsdeyrsvo að lokinni hrygningu (Bjarni Sæ- mundsson 1926). Lífsferli laxins má því gróft skipta í tvennt; fersk- vatnsdvöl og sjávardvöl. Á báðum þessum æviskeiðum ferst mikið af laxi af ýmsum orsökum sérstaklega á ferskvatnsskeiðinu. Álitið er að innan við 1% af hrognum nái að verða að gönguseiðum, en um 10—25 % af seiðum sem gangi í sjó snúi aftur sem fullorðnir laxar. Of mikill seiðafjöldi leiðir til orkutaps. Hver hluti árinnar hefur ákveðið lífsrúm, þ. e. fæðu og skjól fyrir straumi, óvinum, vetri o. s. frv. Laxaseiði hafa einnig þá náttúru að helga sér yfirráðasvæði sem þau verja af öllum mættti. Séu mörg seiði um hituna, fer mikil orka í að berjast við náungann um pláss og mat. Vöxtur verður því hægari en ella, og mörg seiðanna verða undir í þessari baráttu. Hægur vöxtur þýðir einnig að seiðin eru verr búin undir veturinn, og afföll því meiri en ella. Niðurstaða alls þessa er sú að því fleiri seiði sem sett eru á að vori, þeim mun meiri verða af- föllin. Afföll eru sama og orkutap, því seiðin sem fara forgörðum hafa tekið til sín hluta af fæðunni í ánni, og við dauða seiðanna tapast hún nær öll út úr kerfinu. Við skulum líta á hvort þetta gæti átt við um íslenskar ár og styðjast við þær veiðiskýrslur sem Veiðimálastofnunin hefur séð um að safna. Rannsóknargögn og aðferðir. Ekki eru til tölur um fjölda laxa sem ganga í íslenskar ár, að Elliða- ánum undanskildum. Hins vegar eru t. d. góðar skýrslur um veiði í flestum ám u. þ. b. 25 ár aftur í tímann, og sífellt er að bætast við þekkingu um veiðiálag, sem gerir kleift að reikna göngurnar út nokkurn veginn. Þá hafa rann- sóknir á laxahreistri gefið mikil- vægar upplýsingar um aldur og æviferil sem koma að notum þegar ákvarða þarf fæðingarár tiltekinn- ar laxagöngu. í laxahreistrinu myndast árhringir eins og alþekkt er, og auðvelt er að sjá hversu marga vetur laxinn dvaldi í ánni, og hve marga í sjó, og þannig ákvarða fæðingarár hans. Eftirfarandi ár voru valdar til þessarar rannsóknar: Núpsá, Vesturá og Austurá í Miðfirði, en þær mynda saman Miðfjarðará, og Selá og Vesturdalsá í Vopnafirði. 418 — FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.