Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1981, Blaðsíða 23

Freyr - 01.06.1981, Blaðsíða 23
Gunnar Guðbjartsson Vangaveltur um kjarnfóðurnotkun Oft hefi ég velt fyrir mér, hver myndi vera hagkvœmust notkun kjarnfóðurs til mjólkurframleiðslu bœði frá sjón- arhóli hvers bónda og einnig með hliðsjón af hvort unnt sé að selja framleiðsluna. Jón V. Jónmundsson skrifaði í 6. tölublaði Freys um niðurstöður skýrslna nautgriparæktarfélag- anna fyrir árið 1980. Hann Iætur þar að því liggja að minnkun kjarnfóðurgjafar á s. 1. ári sé ca. 200 kg á kú að meðaltali en að nytin hafi þó ekki minnkað nerna um ca 40 I og af því megi draga þá ályktun að um einhverja ofnotkun muni hafa verið að ræða á kjarnfóðri einkum að sumarlagi. Jón er hógvær maður og full- yrðir ekki rneira en hann getur staðið við og er það vel í svona umræðu. Jón gerir ekki grein fyrir því, hve mikið af mjólkurframleiðslunni muni vera af innlendum afla, heyi og beit, en það er kjarni málsins frá sjónarmiði bóndans og reyndar þjóðfélagsins alls. Aðalatriðið fyrir bóndann hlýt- ur að vera að fá sem allra mest fyrir vinnu sína og það fjármagn, sem hann hefur lagt í búreksturinn en láta sem minnst til erlendra keppi- nauta fyrir innflutt kjarnfóður. Ég hefi tekið saman tölur úr skýrslum nautgriparæktarfélags Snæfellinga frá árinu 1978 annars vegarog 1980hinsvegar, sjátöflur I, II og III. Ég geri ráð fyrir að hvert kg kjarnfóðurs skili 2,5 1. mjólkur, svo sem kennt hefur ver- ið. Ég reikna út hversu mikilli mjólk kjarnfóðrið hefði átt að skila á hverju búi hvort ár fyrir sig og hversu mikið af mjólkinni væri þá af heimaafla, heyi og beit. Bæði þessi ár voru mjög góð. Tíðarfar til sumarbeitar var hag- stætt — tiltölulega þurrt og hlýtt. Heyskapartíð var góð bæði sumrin 1978og 1980.Heyvoru þvígóðog mikil að vöxtum. Hey þurfti ekki að spara. Tafla I Árskýr hjá nautgriparæktarfél. Snæfellinga 1978. Mjólk af Nr. bæjar Fj. árs- kúa kg- Ársnyt. 1. eftir kú kg- Kjarnfóöur kg- Mjólk eftir kjarnfóðrið lítrar heimaafla Hey og bcit lítrar 1. 16,7 3.883 757 1.893 1.990 2 1.38 3.059 415 1.038 2.021 5. 22,3 3.925 834 2.085 1.840 6. 35,8 2.748 689 1.723 1.025 8. 9,2 2.960 715 1.788 1.172 16. 12,0 3.851 1.260 3.150 701 18. 25,9 3.064 584 1.460 1.604 23. 9,8 3.862 889 2.223 1.639 25. 13,0 3.684 939 2.348 1.336 27. 19,4 3.820 658 1.645 2.175 29. 11,9 3.241 543 1.358 1.883 30. 7,4 2.583 921 2.303 280 31. 18,5 3.876 827 2.068 1.808 32. 17,2 3.823 778 1.945 1.878 33. 4,9 4.240 863 2.158 2.082 39. 24,5 3.936 1.093 2.733 1.203 40. 16,6 3.980 734 1.835 2.145 42. 40,1 3.776 899 2.248 1.528 44. 28,9 3.649 900 2.250 1.399 45. 8,8 3.755 1.035 2.588 1.167 54. 13,3 3.340 652 1.630 1.710 57. 16,0 4.327 1.108 2.770 1.557 60. 7,7 4.025 809 2.023 2.002 72. 12,2 3.295 541 1.353 1.942 74. 23,1 3.677 671 1.678 1.999 76. 12,6 3.429 499 1.248 2.181 85. 24,5 3.453 1.058 2.645 808 FREYR — 423

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.