Freyr

Volume

Freyr - 01.06.1981, Page 33

Freyr - 01.06.1981, Page 33
Frá framleiðsluráði landbúnaðarins Uppgjör fyrir verðlagsárið 1979— 1980 Nýlega er lokið uppgjöri fyrir sauðfjárinnlegg haustið 1979. Þá voru teknar kr. 200 á kg kjöts af 1. og 2. gæðaflokki ogkr. 100 aföðr- um flokkum í verðjöfnunargjald, en nú hafa verið endurgreiddar kr. 108 á fyrrnefndu flokkana og kr. 54 á hina. Til þessara greiðslna voru not- aðar g.kr. 1.500 milljónir af þeim 1.700 milljónum sem útvegaðar voru í þessu skyni samkvæmt láns- fjáráætlun. Afganginum, g.kr. 200 milljónum var ráðstafað til að greiða hluta af halla á mjólkur- vöruútflutningi verðlagsársins 1. september, 1979 til 31. ágúst, 1980. Þá stóðu eftir verðjöfnunar- gjöld að upphæð tæpar 1.564 milljónir króna. Af þeim verða greiddar kr. 1.000 milljónir af kjarnfóðurgjaldinu, en afganginn, tæpar 564 milljónir króna, eiga bændur að taka á sig samkvæmt búmarki miðað við framleiðslu hvers og eins. Af 1.000 milljónum hafa kr. 700 milljónir þegar verið greiddar til mjólkurbúanna, en afgangurinn bíður, þangað til lokið hefur verið við frágang á búmarki og kvóta hvers búvöruframleiðanda. Búmark. Erfiðlega hefur gengið að gera upp mjólkina samkvæmt búmarki fyrir síðastliðið ár. Það, sem veldur því, eru breytingar á búmarki miðað við framleiðslu viðmiðunaráranna, og ákvörðun á búmarki hjá þeim sem höfðu enga eða litla fram- leiðslu viðmiðunarárin. Auk þess eru erfiðleikar á skiptingu á verðmætum mjólkur á félagsbúum, þarsem reiknað hefur verið með að sleppa skerðingu á fyrstu 300 ærgildisafurðunum. Þar sem uppgjör við mjólkurframleið- endur á svæði hvers mjólkursam- lags fer fram sameiginlega, er ekki unnt að gera endanlega upp við þá, sem hafa fengið útreiknað bú- mark, fyrr en útreikningar fyrir alla framleiðendur liggur fyrir. Tilkynningar um breytingar á framleiðsluháttum. Framleiðsluráð auglýsti eftirþví að þeir bændur sem breyttu fram- leiðsluháttum sínum, létu það vita af þeim breytingum, þ. e. að þeir sem drægju úr m jólkurframleiðslu, en ykju í staðinn sauðfjárfram- leiðslu, eða öfugt gerðu viðvart. Komið hefur í ljós að nokkur mis- brestur hefur orðið á þessu, og hefur það aukið á erfiðleika við að ákvarða mönnum uppgjörsreglu. Skerðing á framleiðslurétti. Ákveðið hefur verið að engin skerðing verði á útborgun til þeirra sem hafa 300 ærgildisafurða fram- leiðslu eða minni á verðlagsárinu 1. sept. 1979 til 31. ágúst 1980, en 8—10% skerðing verði á fram- leiðslu yfir 300 ærgildisafurðir. Þetta eru rýmri reglur, en áður höfðu verið boðaðar, en þær stafa af því, í fyrsta lagi, að kr. 1000 milljónir af tekjum af kjarnfóður- gjaldi ganga upp í útflutningshalla á mjólkurafurðum og að frestað var nokkrum útflutningi frá ágústmánuði 1980 yfir á yfirstand- andi verðlagsár. Framleiðsla nautakjöts. Nautakjötsframleiðsla fellur ekki undir skerðingarmörk á yfirstand- andi verðlagsári. Þeir, sem leggja niður nautakjötsframleiðslu, geta hins vegar sótt um að flytja bú- mark sitt fyrir nautakjöt yfir á aðra framleiðslu. Stefnumörkun í mjólkurfram- leiðslu. Nýlega gerði Framleiðsluráð eftir- farandi samþykkt: „Framleiðsluráð landbúnaðrins telur, að ársframleiðsla mjólkur þurfi að vera 105—108 milljónir lítra, svo að fullnægt verði ný- mjólkur- og rjómaþörf lands- manna á þeim tímum ársins, þegar framleiðslan er minnst. Fram- leiðsluráð ákveður því, að minnst 90% af búmarki mjólkur hjá hverjum framleiðanda verði greitt fullu verði á þessu ári.“ Á sama fundi var líka gerð eftir- farandi bókun: „Framleiðsluráð landbúnaðar- ins samþykkir að láta búmarks- skerðingu ekki ná til framleiðslu mjólkur hjá sex minnstu mjólkur- samlögunum." Áætlun uni útflutningsbótaþörf verðlagsársins 1980—1981. Útflutningsbótaþörf á yfirstand- andi verðlagsári er áætluð 161,5 milljónir króna. Af því eru vegna útflutnings á sauðfjárafurðum um 90 milljónir króna, mjólkurafurða kr. 56,5 milljónir, annars útflutn- ings kr. 250 þúsund og vaxtagjöld vegna dráttar á greiðslum kr. 14.8 milljónir. Útflutningsbótaþörf án vaxta er áætluð 13% af verðmæti mjólkur og 25% af verðmæti kindakjöts. Af áætlaðri heildar- þörfafupphæðkr. 161,5 milljónir, er reiknað með, að ríkissjóður greiði samkvæmt lögum (um að greiða 10% af verðmæti landbún- aðarvara) kr. 120,3 milljónir og vantar þá um kr. 41,2 milljónir á freyr — 433

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.