Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1985, Blaðsíða 8

Freyr - 01.07.1985, Blaðsíða 8
Þau eru að rceða málin. Frá v.: Helgi Ingvason, Ólafur Óskarsson, Jón Þór Ólafsson, Andrea Björnsddóttir, Sveinn fí. Hallgrímsson, nemar á Hvanneyri. (Ljósm. FREYR — J. J. D.). Þar er hver bekkur setinn Sagt frá heimsókn á Hvanneyri Bœndaskólinn á Hvanneyri bauð Búnaðarþingsfulltrúum í heimsókn að Hvanneyri á þorraþrœl, 23. febrúar sl., að skoða skólann og starfsemina á skólasetrinu. Fréttamaður Freys slóst í förina og segir hér frá ferðinni í stuttu máli. Lagt var af stað frá Bændahöllinni að morgni laugardags. Logn var veðurs en skýjað loft og snjóföl á jörðu. Fyrsta kastið sátu menn hljóðir og virtu fyrir sér útsýnið en þegar komið var upp á Kjalarnes greip Gísli bóndi á Miðfelli í Kjós hljóðnemann og sagði okkur frá því helsta sem fyrir augun bar. í Hvalfjarðarbotni á sýslumörkum tók Magnús bóndi á Gilsbakka í Hvítársíðu við leiðsögunni enda var þá komið í Borgarfjarðarsýslu. Nú hafði glaðnað til. Hvalfjörð- urinn var stórhreinlegur í árdegis- birtunni eins og Matthías Joch- 496 Freyr umsson sagði eitt sinn um aðra sveit. Hamrasmíð náttúrunnar við Hvalfjörð innanverðan er hrika- leg, en fæstir gefa sér tíma til að virða hana fyrir sér á hraðri ferð um þjóðveginn. Haldið var áleiðis heim á Hvanneyri þar sem skólastjóra- hjónin Sveinn Hallgrímsson og Gerður Guðnadóttir biðu í varpa og fögnuðu gestum. Sveinn tók við stjórn Hvanneyrarskóla sl. haust af Magnúsi B. Jónssyni en áður var Sveinn um árabil ráðu- nautur í sauðfjárrækt hjá Búnað- arfélagi íslands sem kunnugt er. Hann er áttundi skólastjóri Bændaskólans frá stofnun hans. Liðið var að hádegi og bauð skóla- stjóri mönnum að setjast að snæð- ingi í hinum rúmgóða borðsal heimavistarhússins. Undir borð- um ávarpaði Sveinn gestina, bauð þá velkomna og skýrði frá því hvernig deginum yrði varið á Hvanneyrarstað. Nemendur kynntu félagsstarfið. Er hér var komið sögu stigu nem- endur í ræðustól hver á fætur öðrum og kynntu félagsstarf í skólanum. Formaður nemenda-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.