Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1985, Blaðsíða 26

Freyr - 01.07.1985, Blaðsíða 26
Dr. Stefán Aðalsteinsson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Búfjárdeild I geitarhús að leita ullar Pað er gamalt í málinu máltœkið: „Pað er að fara í geitarhús að leita ullar“, þegar leitað er eftir einhverju á stað, þar sem þess er engin von. Nú er öldin önnur. Nú fara menn í geitarhús að leita ullar í beinni merkingu. Þel af ullargeitum, svokölluð kasmírull, er eftirsótt hráefni. Eftirspurn eftir henni hef- ur varið vaxandi hin síðari ár og verð hækkandi. Fæstir munu vita til þess að snoð af geitum hafi verið notað í tóskap hér á landi, en þess eru dæmi úr Rangárvallasýslu á þess- ari öld. Kristín Högnadóttir frá Víði- stöðum í Hafnarfirði sýndi mér fyrir nokkru síðan trefil, sem hafði verið unnin úr geitarþeli í blöndu við aðra ull, líklega venjulegt þel. Foreldrar hennar, Svanhvít Sig- urðardóttir og Högni Brynjúlfs- son, bjuggu um tíma á Læk í Holtum. Móðir hennar hafði geitur, meðan þau bjuggu þar, og safnaði þelinu af þeim. Hún vann þelið í nærföt og sokka á börn sín. Kristín sagði mér, að þau nærföt hefðu verið einstaklega mjúk og hlý í kuldanum, en aldrei verið of heit í hitum. Prjónið á trefli Kristínar er sér- stætt, eins og fram kemur á 1. mynd. Móðir Kristínar gaf henni trefilinn fyrir um 30 árum og þá gamlan. I bréfi sem ég fékk nýlega frá Skotlandi er þess getið að fyrir I. flokks hvíta kasmírull sé nú greitt um það bil 75 sterlingspund fyrir kílóið eða um 3400 ísl. kr. Hæst verð er greitt fyrir hvítt þel, grátt er um 18% lægra og brúnt í 40% lægra verði. Þá fer verðið einnig eftir fínleika þelsins, þannig að hámarksverð fæst fyrir Stefán Adalsteinsson. þel sem er undir 16 my (1 my = 1/ 1000 úr mm) að gildleika, en verð- ið fellur síðan, eftir því sem þelið verður grófara. í töflu 1. hér á eftir er sýnt, hve hátt hlutfall af hámarksverði fæst fyrir kasmírull af mismunandi litum og fínleika. Kasmírullin er kennd við hér- aðið Kasmír í Indlandi norðan- verðu. Kasmírullin varð fræg af fádæma fallegum sjölum, sem úr henni voru unnin í fjalladölum í Kasmírhéraðinu. Kasmírull á alþjóðamarkaði hefur einkum komið frá Kína. Eftir því sem framboð á kasmírull á heimsmarkaði hefur farið minnkandi og verðið hækkandi, hefur skapast áhugi á að framleiða kasmírull á nýjum svæðum í heim- inum. Ástralíumenn og Ný-Sjálend- Nœrmynd af trefli Kristínar Högnadóltur frá Víðistöðum í Hafnarfirði. hann er unninn úr geitarþeli í blöndu við aðra ull. (Ljósm. Jón Steingrímsson). 514 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.