Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1985, Blaðsíða 33

Freyr - 01.07.1985, Blaðsíða 33
Par eitt var gripið með 8 fálka- egg sem þau hugðust flytja úr landi. Maðurinn var dæmdur í 3 mánaða fangelsi og 100 þúsund króna sekt, en kona í 80 þúsund króna sekt. Það er ljóst, að refsing er nú orðin það há, að hún snertir menn svo að um munar. Það er nýmæli að beita má fangelsisvist. Enn- fremur eru ýmsir sem gera sér ekki grein fyrir því að gera má veiðitæki upptæk, þ. m. t. byssur. Slíkur skaði er oft tilfinnanlegri fyrir viðkomandi en beinar sektir. 2. í 2. grein fuglafriðunarlag- anna er skýrt kveðið á um rétt landeiganda. Þar segir: „Landeiganda einum eru heim- ilar fuglaveiðar og ráðstöfunar- réttur þeirra í landareign sinni, nema lög mæli öðruvísi fyrir“. Þetta þýðir einfaldelga, að land- eiganda er heimilt að banna fugla- veiðar í landareign sinni. Þetta gildir líka af jörð er aðeins í ábúð, enda má ekki skilja veiðiréttinn frá, nema um það hafi verið samið og ráðherra hafi samþykkt. Þetta ákvæði á við um land sem hægt er að sanna eignarrétt á. A nær hverju hausti rísa upp deilur milli bænda og rjúpnaskytta um eignarréttarmálin, og blandast þar saman hugtök eins og „eignar- réttur" og „nýtingarréttur“. Tals- verður styr hefur staðið um túlkun 5. greinar laganna, en 2. máls- grein hennar hljóðar þannig: „Öllum íslenskum ríkisborgur- um eru fuglaveiðar heimilar á afréttum og almenningum utan landareigna lögbýla, enda geti enginn sannað eignarét sinn til þeirra.“ Menn munu sjálfsagt halda áfrant að deila um hvað er afréttur og almenningur, en ákvæðin eru skýr er viðkemur landareignum lögbýla; þar eru allar fuglaveiðar komnar undir samþykki landeig- anda eða ábúanda. 3. Brot á fuglafriðunarlögunum eru alfarið lögreglumál. Þannig skal fólk snúa sér til sýslumanna, bæjarfógeta eða annarra lögreglu- stjóra, ef það verður vitni að brot- um á lögunum um fuglaveiðar og fuglafriðun. Því miður verður að segjast eins og er, að almennt hefur verið ríkjandi mikið and- varaleysi í þessum efnum. Fólki finnst ekki taka því að gera veður út af smámálum. Vissulega er hvert og einstakt brot á fuglafrið- unarlögunum oftast smávægilegt. Hins vegar leiðir aðgerðarleysi af sér almennt skeytingarleysi og óæskilegt hugarfar til þessara mála. Ævar Petersen aupum æðardún. Greiðum hæsta verð hverju sinni. Það borgar sig ávallt að | L leita til odbar. É CO HF. IN JÐAGERÐI 10 FLUTNINGU

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.