Freyr - 01.07.1985, Síða 25
hvolpakortin. Vitað er að stærð
skinnanna er í neikvæðu samhengi
við gæði þeirra en að sækjast eftir
smáum dýrum til þess að auka
gæðin er varla gróðavænlegt.
Fóðrunin.
Yfir sumarið hefur verið til siðs að
miða fóðrunina við að dýrin væru
matarlaus einhvern ákveðinn tíma
á hverjum sólarhring. Til dæmis
hefur verið venjan að í júlí skyldu
netin vera sleikt í u. þ. b. tvo
klukkutíma áður en gefið væri á
ný. Þessi tími er svo lengdur smátt
og smátt eftir því sem líður á
sumarið og hægir á vexti dýranna
og er 4—6 klukkustundir í byrjun
október.
Nú síðustu árin er farið að nota
orkuríkara fóður en áður var, sem
hefur í för með sér að dýrin fá
fleiri hitaeiningar (kaloríur) ef
þessum reglum um fóðruleysis-
tíma er fylgt. En sé miðað við að
þau fái óbreyttan hitaeininga-
fjölda verður að lengja fóð-
urleysistímann.
Það virtist hafa óheppileg áhrif
að dýrin séu matarlaus mjög lengi.
Meltingarfærin tæmast þá alveg á
hverjum degi og í saurnum má sjá
slímkekki. Fóðrið er aðeins
u. þ. b. 4 klukkustundir að fara
gegnum meltingarveg minksins,
og löngu svelti virðist fylgja aukin
hætta á „velmegunarsýki" (vel-
færdssyge). Þetta síðastnefnda er
þó ekki að fullu ljóst.
í sumarhitum getur drykkjar-
vatnið hitnað svo í slöngunum að
dýrin vilja ekki drekka og það
einmitt á þeim tíma sem þau hafa
hvað mesta þörf fyrir það. Þetta
má að einhverju leyti bæta með
því að setja hlífar á slöngurnar eða
með því að nota tvöfaldar, ein-
angraðar slöngur. Öruggast er
auðvitað að endurnýja vatnið sem
oftast. Það má gera með því að
taka tappann úr slönguendanum
með hæfilegu millibili og tæma
volga vatnið úr slöngunni. Megi
maður missa vatnið er möguleiki
að láta leka úr síðasta ventlinum
eða leyfa vatninu að buna út um
Aldur í vikum.
Mynd 1. Vöxtur minkahögna.
lítið gat á slöngunni. Slíkt gat þarf
ekki að vera stærra en svo að hægt
sé að loka því með nagla þegar
ekki er þörf fyrir sírennsli. Sé um
hringrásarkerfi að ræða eru ráð-
stafanir sem þessar auðvitað
óþarfar.
Kynbótastarfið.
Kynbótastarfið sem á að bæta
framleiðsluna fer ekki bara fram
þegar dýrin eru afktóuð undir
flokkunarljósinu. Mjög stór hluti
þess fer einmitt fram að sumrinu.
Hér er einkum átt við frjósemina
og lífsþróttinn. Frjósemin er það
atriði sem eitt sér hefur mest áhrif
á þá fjárhagslegu útkomu sem
búið nær. Á hana verður því að
leggja höfuðáherslu. Reikni mað-
ur út meðalfrjósemi hvers högna
fæst góð yfirsýn yfir hvaða dýr,
Altalað á kaffístofunni______________
Grynnri en breiðari?
Þegar ljóðabók Kristjáns Einars-
sonar frá Djúpalæk, Þrílækir, kom
út orti Egill Jónasson á Húsavík:
Yfir landið lygn og beinn
leið á slóðum kunnum
djúpur lækur, áður einn,
orðinn að þremur grunnum.
hópa eða fjölskyldur er væntan-
legt að velja til lífs. Með tilliti til
þess sem að framan greinir á
einnig að taka mikið tillit til
mjólkurlagni læðnanna.
Þótt kynbótastarfið hafi mikla
þýðingu fyrir endanlega útkomu
búsins og eigi að taka föstum
tökum má ekki gleymast að annað
atriði er ennþá mikilvægara —
það er umhverfið í víðasta skiln-
ingi þess orðs. Nú er umhverfi
reyndar erfitt og óskilgreint hug-
tak en að öllu öðru jöfnu næst
alltaf bestur árangur í góðu um-
hverfi. Gott umhverfi er m. a.
fólgið í hreinum og þurrum
hreiðurkössum. Góð loftræsting
er sömuleiðis skilyrði ásamt reglu-
legri og tíðri hreinsun á úrgangi
frá dýrunum. Þýðing:
Álfhildur Ólafsdóttir.
Freyr 513